Hitinn og magnið kemur á óvart Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 09:00 Vatnið úr sprungunni skapar mikinn hita og raka í göngunum. Vísir/Auðunn „Það kemur okkur á óvart hversu mikið magn af þetta heitu vatni hefur komið úr sprungunni í göngunum og hversu samfellt rennslið hefur verið,“ segir Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og eigandi Jarðfræðistofunnar ehf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær skoða verktakar í Vaðlaheiðargöngum að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Ástæðan er að ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í göngunum um miðjan febrúar og dælir út 200 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á sekúndu. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður og starfsmenn þar eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag vegna hitans.Fyrirtæki Ágústs sá um gerð jarðfræðirannsókna sem farið var í við undirbúning framkvæmdanna. Í skýrslu um niðurstöður þeirra segir að búast megi við að sprungur með heitu vatni finnist í göngunum. Vatnsflæðið verði þá talið í fáeinum lítrum eða nokkrum tugum lítra á sekúndu. „Magnið sem verktakarnir sjá núna þýðir að aðfærsluæðarnar eru að leiða vatnið um langan veg og líklega innan frá hálendinu,“ segir Ágúst. Hann segir að verktakar í göngunum geti lent á köldum vatnsæðum með kraftmiklu rennsli. „Þeir gætu átt von á nokkrum æðum með köldu vatni í svipuðu magni og rennur nú úr göngunum.“ Í skýrslunni sé einnig bent á að mikinn jarðhita megi finna á nokkrum svæðum í Eyjafirði og Fnjóskadal. „Það er til dæmis mjög mikill jarðhiti innar í Fnjóskadalnum við bæinn Reyki og á svæði í botni Eyjafjarðar.“ Tengdar fréttir Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23 Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00 Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Það kemur okkur á óvart hversu mikið magn af þetta heitu vatni hefur komið úr sprungunni í göngunum og hversu samfellt rennslið hefur verið,“ segir Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og eigandi Jarðfræðistofunnar ehf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær skoða verktakar í Vaðlaheiðargöngum að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Ástæðan er að ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í göngunum um miðjan febrúar og dælir út 200 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á sekúndu. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður og starfsmenn þar eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag vegna hitans.Fyrirtæki Ágústs sá um gerð jarðfræðirannsókna sem farið var í við undirbúning framkvæmdanna. Í skýrslu um niðurstöður þeirra segir að búast megi við að sprungur með heitu vatni finnist í göngunum. Vatnsflæðið verði þá talið í fáeinum lítrum eða nokkrum tugum lítra á sekúndu. „Magnið sem verktakarnir sjá núna þýðir að aðfærsluæðarnar eru að leiða vatnið um langan veg og líklega innan frá hálendinu,“ segir Ágúst. Hann segir að verktakar í göngunum geti lent á köldum vatnsæðum með kraftmiklu rennsli. „Þeir gætu átt von á nokkrum æðum með köldu vatni í svipuðu magni og rennur nú úr göngunum.“ Í skýrslunni sé einnig bent á að mikinn jarðhita megi finna á nokkrum svæðum í Eyjafirði og Fnjóskadal. „Það er til dæmis mjög mikill jarðhiti innar í Fnjóskadalnum við bæinn Reyki og á svæði í botni Eyjafjarðar.“
Tengdar fréttir Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23 Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00 Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23
Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00
Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24