Menning

Finnskar ljósmyndir í Norræna húsinu

Samar í Afríku. Á myndunum klæðast Dahlsten og Laakso Samaþjóðbúningum, sem þau hafa fengið í arf, saumað sjálf eða eru sérsaumaðir fyrir þau.
Samar í Afríku. Á myndunum klæðast Dahlsten og Laakso Samaþjóðbúningum, sem þau hafa fengið í arf, saumað sjálf eða eru sérsaumaðir fyrir þau. MYND/Dahlsten og Laasko
Sýningin Jump in Diorama verður opnuð í anddyri Norræna hússins 25. júlí. Sýningin er ljós- og hreyfimyndasýning finnsku listamannanna Anniku Dahlsten og Markku Laakso en þau hafa undanfarin ár sýnt ljósmyndir, fjölmiðlaverk og gjörninga víða um lönd. Sýningin Jump in Diorama leggur áherslu á heimildargildi ljósmynda, sviðsetningu og spurninguna um það hvað er ekta og hvað óekta.



Listamennirnir sýna myndir og myndbandsskot af mismunandi náttúrulandslagi í Lapplandi, Þýskalandi og Suður-Afríku og á mörgum myndanna bregður fyrir mönnum og dýrum sem hafa óvart slæðst inn á þær. Þau Dahlsten og Laakso klæðast á myndunum Samaþjóðbúningum, sem þau hafa fengið í arf, saumað sjálf eða eru sérsaumaðir fyrir þau.



Verkefnið er innblásið af fjölskyldusögu Markku Laakso. Árið 1930 ferðuðust föðurafi hans og -amma til Þýskalands til þess að verða sýningargripir sem Samar í hinum ýmsu dýragörðum. Með í för voru rúmlega þrjátíu manns frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð sem ferðuðust í átta mánuði milli dýragarða í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×