Voces Thules og Bach-sveitin í Skálholti 17. júlí 2014 12:00 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur einleik með Bachsveitinni. Voces Thules hefur þriðju viku Sumartónleika í Skálholti með tónleikum í kvöld klukkan 20. Á tónleikunum verður sungið á 12. og 13. aldar íslensku og latínu. Í tilefni af upphafi Skálholtshátíðar verður m.a. prósan Innocentem te servavit sungin til heiðurs Þorláki Þórhallssyni biskupi í Skálholti á 12. öld. Að þessu sinni verður þessi þekktasti söngur úr Þorlákstíðum í fjölradda útfærslu. Spuni verður ríkjandi á tónleikunum, en hann var jafn eðlilegur hluti af tónlistariðkun á miðöldum og nú, þó svo að kirkjufeður gerðu annað slagið tilraun til að koma í veg fyrir hann. Annað kvöld er það Bachsveitin í Skálholti sem kemur fram á Sumartónleikum klukkan 20 og einnig á laugardaginn, 19. júlí, klukkan 16 og 21. Leiðari sveitarinnar er Peter Spissky en einleikarar með Bachsveitinni að þessu sinni verða Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Dagskráin sem leikin er á föstudagskvöld verður endurtekin á laugardagskvöld og verður þar hinn ítalski barokkstíll ráðandi. Þá verða m.a. aríur eftir Händel og sinfóníur eftir Vivaldi á dagskrá. Á laugardaginn klukkan 16 gefst svo tónleikagestum tækifæri á því að upplifa samruna hins ítalska stíls og þess franska, en á barokktímanum var oft rifist um hvor stíllinn væri betri. Þessi blandaði stíll er nú á dögum oft kallaður þýskur stíll. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Lully, Telemann og Muffat. Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Voces Thules hefur þriðju viku Sumartónleika í Skálholti með tónleikum í kvöld klukkan 20. Á tónleikunum verður sungið á 12. og 13. aldar íslensku og latínu. Í tilefni af upphafi Skálholtshátíðar verður m.a. prósan Innocentem te servavit sungin til heiðurs Þorláki Þórhallssyni biskupi í Skálholti á 12. öld. Að þessu sinni verður þessi þekktasti söngur úr Þorlákstíðum í fjölradda útfærslu. Spuni verður ríkjandi á tónleikunum, en hann var jafn eðlilegur hluti af tónlistariðkun á miðöldum og nú, þó svo að kirkjufeður gerðu annað slagið tilraun til að koma í veg fyrir hann. Annað kvöld er það Bachsveitin í Skálholti sem kemur fram á Sumartónleikum klukkan 20 og einnig á laugardaginn, 19. júlí, klukkan 16 og 21. Leiðari sveitarinnar er Peter Spissky en einleikarar með Bachsveitinni að þessu sinni verða Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Dagskráin sem leikin er á föstudagskvöld verður endurtekin á laugardagskvöld og verður þar hinn ítalski barokkstíll ráðandi. Þá verða m.a. aríur eftir Händel og sinfóníur eftir Vivaldi á dagskrá. Á laugardaginn klukkan 16 gefst svo tónleikagestum tækifæri á því að upplifa samruna hins ítalska stíls og þess franska, en á barokktímanum var oft rifist um hvor stíllinn væri betri. Þessi blandaði stíll er nú á dögum oft kallaður þýskur stíll. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Lully, Telemann og Muffat.
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira