„Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júlí 2014 08:30 Þorleifur Örn Arnarson hefur getið sér gott orð í leikhúslífi á meginlandi Evrópu. Vísir/Arnþór „Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira