Þú manst að þú elskar mig ef ég dey Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2014 06:00 Ég fékk mér tattú um daginn. Tattú sem mig er búið að langa lengi í. Ég lét flúra nafn dóttur minnar á líkama minn. Það var afar sársaukafullt en fyllilega þess virði. Ég gat ekki beðið eftir að sýna henni það, líkt og þegar maður getur ekki beðið eftir að segja vinkonum sínum eða maka fréttir. Hún brosti sínu fallega brosi og því næst sagði hún, af svo mikilli einlægni að ég fór næstum því að gráta: „Ég veit af hverju þú fékkst þér þetta mamma. Því ef ég dey þá manstu samt að þú elskar mig.“ Ég elska hvernig haus dóttur minnar virkar. Hún er bara fjögurra ára en skilur samt svo ótrúlega margt. Vissulega myndi flúrið minna mig á þá óendanlegu ást sem ég ber til hennar ef hún hverfur úr lífi mínu. Bara það að skrifa þau orð og hugsa þær hugsanir til enda gerir mig dapra. Flúrið minnir mig samt ekki aðeins á hve mikið ég elska hana. Ég held að engin orð geti lýst því. Það minnir mig líka á hvað ég er fegin að hafa tekið þá ákvörðun að halda þessu barni þegar ég hélt í volæði og sjálfsvorkunn að eina leiðin til að kljást við að verða óvænt ólétt væri að eyða fóstrinu. Það minnir mig á hve mikið hún hefur kennt mér um sjálfa mig og um lífið sem ég lifði einu sinni – áður en hún kom til sögunnar. Og líka um lífið sem ég lifði eftir að hún kom í heiminn. Flúrið minnir mig á ábyrgðina sem ég ber gagnvart henni. Og þær ákvarðanir sem ég hef tekið til að breyta lífi mínu til að axla þá ábyrgð. Ég er merkt dóttur minni að eilífu. Og eftir því sem tíminn líður stendur þetta flúr vonandi fyrir hundrað aðra hluti ofan á þá hluti sem það stendur fyrir í dag. Hluti sem ég hlakka til að upplifa – með henni. Amelíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Ég fékk mér tattú um daginn. Tattú sem mig er búið að langa lengi í. Ég lét flúra nafn dóttur minnar á líkama minn. Það var afar sársaukafullt en fyllilega þess virði. Ég gat ekki beðið eftir að sýna henni það, líkt og þegar maður getur ekki beðið eftir að segja vinkonum sínum eða maka fréttir. Hún brosti sínu fallega brosi og því næst sagði hún, af svo mikilli einlægni að ég fór næstum því að gráta: „Ég veit af hverju þú fékkst þér þetta mamma. Því ef ég dey þá manstu samt að þú elskar mig.“ Ég elska hvernig haus dóttur minnar virkar. Hún er bara fjögurra ára en skilur samt svo ótrúlega margt. Vissulega myndi flúrið minna mig á þá óendanlegu ást sem ég ber til hennar ef hún hverfur úr lífi mínu. Bara það að skrifa þau orð og hugsa þær hugsanir til enda gerir mig dapra. Flúrið minnir mig samt ekki aðeins á hve mikið ég elska hana. Ég held að engin orð geti lýst því. Það minnir mig líka á hvað ég er fegin að hafa tekið þá ákvörðun að halda þessu barni þegar ég hélt í volæði og sjálfsvorkunn að eina leiðin til að kljást við að verða óvænt ólétt væri að eyða fóstrinu. Það minnir mig á hve mikið hún hefur kennt mér um sjálfa mig og um lífið sem ég lifði einu sinni – áður en hún kom til sögunnar. Og líka um lífið sem ég lifði eftir að hún kom í heiminn. Flúrið minnir mig á ábyrgðina sem ég ber gagnvart henni. Og þær ákvarðanir sem ég hef tekið til að breyta lífi mínu til að axla þá ábyrgð. Ég er merkt dóttur minni að eilífu. Og eftir því sem tíminn líður stendur þetta flúr vonandi fyrir hundrað aðra hluti ofan á þá hluti sem það stendur fyrir í dag. Hluti sem ég hlakka til að upplifa – með henni. Amelíu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun