„Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu“ Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júlí 2014 11:00 „Hann náttúrulega kom til landsins út af hinu margfræga afmæli en náði síðan að framlengja ferðina,“ segir Natalie, betur þekkt sem DJ Yamaho, en hún þeytir skífum í kvöld á Dolly ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz. „Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu, ég er kannski meira í danstónlistinni,“ segir Natalie sem er þó fræg fyrir hipphopp-settin sín. „Við munum allavega brúa mörg bil í kvöld sem er skemmtilegt og krefjandi á sama tíma.“ Zebra Katz er ungur rappari og þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarbransanum í aðeins þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn innan tónlistarheimsins og hefur komið fram ásamt tónlistarmönnum á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Aðspurð hvort hún geti uppljóstrað hverju dansþyrstir gestir Dolly geti búist við segist Natalie ekki vilja skemma ánægjuna. „Þetta verður að koma á óvart, ég kem með eitthvað frá mér, hann kemur með eitthvað frá sér og svo gerum við eitthvað saman,“ segir plötusnúðurinn. „Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt.“ Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hann náttúrulega kom til landsins út af hinu margfræga afmæli en náði síðan að framlengja ferðina,“ segir Natalie, betur þekkt sem DJ Yamaho, en hún þeytir skífum í kvöld á Dolly ásamt bandaríska rapparanum Zebra Katz. „Það verður gaman að sjá hvernig við förum að þessu, ég er kannski meira í danstónlistinni,“ segir Natalie sem er þó fræg fyrir hipphopp-settin sín. „Við munum allavega brúa mörg bil í kvöld sem er skemmtilegt og krefjandi á sama tíma.“ Zebra Katz er ungur rappari og þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarbransanum í aðeins þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn innan tónlistarheimsins og hefur komið fram ásamt tónlistarmönnum á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Aðspurð hvort hún geti uppljóstrað hverju dansþyrstir gestir Dolly geti búist við segist Natalie ekki vilja skemma ánægjuna. „Þetta verður að koma á óvart, ég kem með eitthvað frá mér, hann kemur með eitthvað frá sér og svo gerum við eitthvað saman,“ segir plötusnúðurinn. „Ég á allavega von á brjáluðu kvöldi, ég er mjög spennt.“
Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira