Tekur sér pásu frá plötuútgáfu Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2014 10:30 netið ákjósanlegt Friðrik Dór Jónsson ætlar að hvíla sig á plötuútgáfu á meðan að plötusala er í lágmarki. mynd/ernir „Ég er að gera lag og lag þessa dagana og hef verið að vinna bæði með StopWaitGo og Ólafi Arnalds sem er mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson sem undirbýr nýtt efni þessa dagana. „Það er mikið að gera hjá báðum aðilum en ég hef fulla trú á að það koma eitthvað gott út úr þessu samstarfi, enda Óli mikill fagmaður og StopWaitGo-strákarnir einnig,“ bætir Friðrik við. Hann ætlar þó ekki að gefa út plötu á næstunni enda hefur plötusala oft verið meiri en um þessar mundir. „Það eru eflaust fullt af listamönnum sem hafa hag að því að gefa út plötu en það er vænlegra fyrir mig að gefa út á netinu. Menn eru ekkert að græða mikið á plötusölu í dag og það kostar skildinginn að gefa út. Ég hugsa að ég gefi bara út á netinu á næstunni,“ útskýrir Friðrik. Hann segir nýtt lag vera væntanlegt frá sér í sumar. „Vonandi fer eitthvað af þessu sem ég hef verið að vinna með strákunum að klárast. Ég stefni allavega á að gefa út lag í sumar.“ Spurður út í samstarf með bróður sínum, Jóni Ragnari Jónssyni, segir Friðrik ekki mikið að frétta að því. „Við skiptumst bara á hugmyndum og sýnum hvor öðrum það sem við erum að gera. Þetta er bara bræðraást en við erum ekkert að fara að gefa út saman á næstunni.“ Þeir bræður verða þó að spila á sömu stöðum á sömu dögum um verslunarmannahelgina. „Þetta er algjör snilld, við verðum saman á ferð og flugi. Við erum í Eyjum á föstudagskvöld, Ungmennafélagsmótinu á laugardagskvöld og á Ísafirði á sunnudagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er að gera lag og lag þessa dagana og hef verið að vinna bæði með StopWaitGo og Ólafi Arnalds sem er mjög skemmtilegt,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson sem undirbýr nýtt efni þessa dagana. „Það er mikið að gera hjá báðum aðilum en ég hef fulla trú á að það koma eitthvað gott út úr þessu samstarfi, enda Óli mikill fagmaður og StopWaitGo-strákarnir einnig,“ bætir Friðrik við. Hann ætlar þó ekki að gefa út plötu á næstunni enda hefur plötusala oft verið meiri en um þessar mundir. „Það eru eflaust fullt af listamönnum sem hafa hag að því að gefa út plötu en það er vænlegra fyrir mig að gefa út á netinu. Menn eru ekkert að græða mikið á plötusölu í dag og það kostar skildinginn að gefa út. Ég hugsa að ég gefi bara út á netinu á næstunni,“ útskýrir Friðrik. Hann segir nýtt lag vera væntanlegt frá sér í sumar. „Vonandi fer eitthvað af þessu sem ég hef verið að vinna með strákunum að klárast. Ég stefni allavega á að gefa út lag í sumar.“ Spurður út í samstarf með bróður sínum, Jóni Ragnari Jónssyni, segir Friðrik ekki mikið að frétta að því. „Við skiptumst bara á hugmyndum og sýnum hvor öðrum það sem við erum að gera. Þetta er bara bræðraást en við erum ekkert að fara að gefa út saman á næstunni.“ Þeir bræður verða þó að spila á sömu stöðum á sömu dögum um verslunarmannahelgina. „Þetta er algjör snilld, við verðum saman á ferð og flugi. Við erum í Eyjum á föstudagskvöld, Ungmennafélagsmótinu á laugardagskvöld og á Ísafirði á sunnudagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira