Brjálæðisleg Bræðsla Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Magni Ásgeirsson, bræðslustjóri er miklu meira en spenntur fyrir hátíðinni. Vísir/Stefán „Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira