Tónlist sem hreif konungshirðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2014 16:30 Brice Sailly, Arnbjörg Stefánsdóttir og Mathurin Matharel mynda Corpo di Strumenti. Mynd/Úr einkasafni „Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira