Eru álfar kannski hommar? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 11:00 Særún Lísa Birgisdóttir: "Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær.“ Vísir/Valli Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“ Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp