Þrjú prósent Mikael Torfason skrifar 26. júlí 2014 07:00 Druslugangan verður haldin í fjórða sinn í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö en einnig verður gengið á Akureyri, Ísafirði og í Vestmannaeyjum. Að lokinni göngu verða haldnir tónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Druslugangan er þarft framtak sem á rætur sínar að rekja til Toronto og var fyrst haldin þar í borg 3. apríl 2011. Tilefnið var að í janúar það ár lét lögreglustjóri nokkur í Toronto, Michael Sanguinetti að nafni, hafa það eftir sér að hann vissi vel að hann ætti kannski ekki að segja þetta en gerði það samt: „Konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb.“ Eins og gefur að skilja þá vöktu þessi ummæli hörð viðbrögð og að sögn Maríu Lilju Þrastardóttur, eins af skipuleggjendum göngunnar hér á landi, fundu konur í Kanada sig knúnar til að mótmæla þessu harðlega. María Lilja segir jafnframt að sama orðræða hafi komið upp hér á landi eins og frægt er orðið. Í Íslandi í dag í vikunni sagðist hún einnig ánægð með að gangan fari stækkandi ár frá ári enda snertir málefnið okkur öll. Reykjavíkurborg er í ár styrktaraðili göngunnar og er það vel. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í Íslandi í dag í vikunnu alltaf hafa verið mikill stuðningsmaður göngunnar því honum „finnst svo heilbrigt að færa ábyrgðina frá fórnarlömbum kynferðisofbeldis yfir til geranda“. Taka má undir þessi orð því alltof lengi hafa fórnarlömb kynferðisofbeldis þurft að sitja ein uppi með ábyrgðina. En skömmin er ekki þeirra. Skömmin er þeirra sem fremja ofbeldið og reyndar er skömmin okkar líka. Sem samfélags þá og hvernig við tökum á ofbeldinu. Í ár er réttarkerfið nokkurs konar þema göngunnar. Sem er gott því við sem samfélag höfum lengi brugðist fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þegar kemur að þessum málaflokki er engu líkara en að okkur sé hreinlega ekki treystandi. Við vitum það öll en einhverra hluta vegna eigum við í stökustu erfiðleikum með að snúa þessu við og standa betur með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Fréttablaðið gerði úttekt á sínum tíma sem sýndi að á þriggja ára tímabildi komu 1.374 kynferðisbrotamál til kasta lögreglunnar. Aðeins var ákært í 71 máli af þessum 1.374. Þessi tölfræði ætti að hryggja okkur öll og gera orðlaus. Hvað þá sú staðreynd að í 29 af þessu 71 máli var sýknað. Það merkir sýknuhlutfall upp á fjörutíu prósent. Sem er í engu samhengi við önnur mál sem koma fyrir dómstóla en þar er dæmt í níu af hverjum tíu málum. Við skulum hugsa þetta í Druslugöngunni í dag. Hugsa um þá staðreynd að á hverjum degi kemur einhver, systir okkar eða bróðir, fændi eða frænka, og tilkynnir eða kærir kynferðisbrot til lögreglu á Íslandi. Á örfáum árum er um þúsundir fórnarlamba að ræða. Og þetta er okkar fólk, vinir okkar og vinkonur, og kannski við sjálf. Rétt um fimm prósent okkar munu sjá fram á að sá eða sú sem braut á okkur fari fyrir dómstóla. Miðað við sakfellingarhlutfallið geta í heildina aðeins þrjú prósent átt von á að nauðgara sínum sé refsað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun
Druslugangan verður haldin í fjórða sinn í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö en einnig verður gengið á Akureyri, Ísafirði og í Vestmannaeyjum. Að lokinni göngu verða haldnir tónleikar í miðbæ Reykjavíkur. Druslugangan er þarft framtak sem á rætur sínar að rekja til Toronto og var fyrst haldin þar í borg 3. apríl 2011. Tilefnið var að í janúar það ár lét lögreglustjóri nokkur í Toronto, Michael Sanguinetti að nafni, hafa það eftir sér að hann vissi vel að hann ætti kannski ekki að segja þetta en gerði það samt: „Konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb.“ Eins og gefur að skilja þá vöktu þessi ummæli hörð viðbrögð og að sögn Maríu Lilju Þrastardóttur, eins af skipuleggjendum göngunnar hér á landi, fundu konur í Kanada sig knúnar til að mótmæla þessu harðlega. María Lilja segir jafnframt að sama orðræða hafi komið upp hér á landi eins og frægt er orðið. Í Íslandi í dag í vikunni sagðist hún einnig ánægð með að gangan fari stækkandi ár frá ári enda snertir málefnið okkur öll. Reykjavíkurborg er í ár styrktaraðili göngunnar og er það vel. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í Íslandi í dag í vikunnu alltaf hafa verið mikill stuðningsmaður göngunnar því honum „finnst svo heilbrigt að færa ábyrgðina frá fórnarlömbum kynferðisofbeldis yfir til geranda“. Taka má undir þessi orð því alltof lengi hafa fórnarlömb kynferðisofbeldis þurft að sitja ein uppi með ábyrgðina. En skömmin er ekki þeirra. Skömmin er þeirra sem fremja ofbeldið og reyndar er skömmin okkar líka. Sem samfélags þá og hvernig við tökum á ofbeldinu. Í ár er réttarkerfið nokkurs konar þema göngunnar. Sem er gott því við sem samfélag höfum lengi brugðist fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þegar kemur að þessum málaflokki er engu líkara en að okkur sé hreinlega ekki treystandi. Við vitum það öll en einhverra hluta vegna eigum við í stökustu erfiðleikum með að snúa þessu við og standa betur með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Fréttablaðið gerði úttekt á sínum tíma sem sýndi að á þriggja ára tímabildi komu 1.374 kynferðisbrotamál til kasta lögreglunnar. Aðeins var ákært í 71 máli af þessum 1.374. Þessi tölfræði ætti að hryggja okkur öll og gera orðlaus. Hvað þá sú staðreynd að í 29 af þessu 71 máli var sýknað. Það merkir sýknuhlutfall upp á fjörutíu prósent. Sem er í engu samhengi við önnur mál sem koma fyrir dómstóla en þar er dæmt í níu af hverjum tíu málum. Við skulum hugsa þetta í Druslugöngunni í dag. Hugsa um þá staðreynd að á hverjum degi kemur einhver, systir okkar eða bróðir, fændi eða frænka, og tilkynnir eða kærir kynferðisbrot til lögreglu á Íslandi. Á örfáum árum er um þúsundir fórnarlamba að ræða. Og þetta er okkar fólk, vinir okkar og vinkonur, og kannski við sjálf. Rétt um fimm prósent okkar munu sjá fram á að sá eða sú sem braut á okkur fari fyrir dómstóla. Miðað við sakfellingarhlutfallið geta í heildina aðeins þrjú prósent átt von á að nauðgara sínum sé refsað.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun