Lýðskrum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2014 07:00 Þingmaðurinn Helgi Hjörvar kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld með gamalkunna tuggu um hinn svokallaða auðlegðarskatt sem var lagður á í hinsta sinn á þessu ári. Hélt hann því fram að ríkissjóður „yrði af“ níu milljörðum króna vegna þessa. Hann þuldi svo upp skilyrðin fyrir þolendur skattheimtunnar til að sýna örugglega að aðeins hinir ríku hefðu þurft að greiða skattinn. Þessi skattur var upphaflega lagður á árið 2009. Hann var frá fyrsta degi merki lýðskrums af verstu sort. Rökstuðningurinn fyrir því var meðal annars sá að hópur fólks hefði í aðdraganda hrunsins notið þess að skattar á fjármagnstekjur hefðu verið lágir og reglur hagstæðar. Fullyrt var að þeir hefðu borgað lægri skatta á meðan almenningur hefði axlað þyngri byrðar. Því væri eðlilegt að þeir þyrftu að greiða auðlegðarskatt. Með öðrum orðum þá var það vonda efnaða fólkið eitt sem græddi á því að skattar hérlendis voru lágir fyrir hrun. Þetta stenst enga skoðun. Lágskattastefnan fyrir hrun þýddi að hver einasti launamaður hafði meiri kaupmátt um hver mánaðamót en ella. Hagstæðar skattareglur á fyrirtæki höfðu það í för með sér að hjól atvinnulífsins snerust með tilheyrandi atvinnumöguleikum og svigrúmi til kjarabóta fyrir launamenn. Fjölmargir hafa bent á að fráhvarf frá þessari stefnu hafi hægt verulega á því að efnahagslífið rétti úr kútnum. Auðlegðarskatturinn var miðaður við þá sem höfðu komið betur en aðrir út úr hruninu. Vandamálið var að stór hluti þessa fólks var ekki nýríkir útrásarvíkingar heldur eldri borgarar. Fólk sem hafði sýnt ráðdeild og fyrirhyggju á meðan aðrir tóku lán sem þeir réðu ekkert við. Þessi hópur hafði ekki spilað á hagstætt skattaumhverfi eða verið með allt sitt í einkahlutafélögum heldur einfaldlega lagt fyrir, borgað af lánum og „auðlegð“ þeirra var oft bundin í skuldlausri fasteign. Það er víða pottur brotinn varðandi lífeyrisréttindi þessarar kynslóðar og hjá mörgum hefur söluverðmæti skuldlausrar fasteignar komið í stað hefðbundins lífeyris og á að endast út æviskeiðið. Það átti því ekki að koma á óvart að 66 prósent greiðenda skattsins höfðu 5 milljónir eða minna í árslaun. Þannig þurftu eldri borgarar að selja eignir til að hafa efni á því að borga skattinn. Á síðasta ári greiddu hundruð þeirra meira en helming tekna sinna í skattinn og jafnframt fjórfaldaðist fjöldi þeirra sem greiddu auðlegðarskatt sem var hærri en tekjur þeirra. Þessi eignaskattur er skýrt dæmi um ósanngjarna skattlagningu. Hann var keyrður í gegn þegar þjóðin var enn í losti. Rökstuðningurinn ól á tortryggninni sem var í þjóðfélaginu gagnvart þeim áttu að hafa borið ábyrgð á hruninu. Málflutningur um að ríkið sé að „verða af“ skatttekjum frá hinum eignameiri vegna afnáms skattsins er af sömu rót runninn. Rétt er að geta þess að þingmaðurinn gerði gott betur. Hann greip til sama lýðskrums og andstæðingar listamannalauna með því að tiltaka alls kyns önnur verkefni sem hægt væri að fjármagna með þessum peningum. Skattlagningin bitnaði á allt öðrum hópi en til stóð. Það virðist ekki hafa skipt vinstri stjórnina eða þingmanninn nú neinu máli. Það eina sem skiptir máli er að refsa þeim sem hafa það aðeins betra en aðrir. Þá skiptir engu máli hvort sú staða sé tilkomin vegna áratuga sparnaðar eða brasks með hlutabréf. Staðreyndin er sú að ríkið er ekki að „verða af“ þessum skatttekjum. Það er að leyfa eldri borgurum að njóta afraksturs ævistarfsins í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Þingmaðurinn Helgi Hjörvar kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld með gamalkunna tuggu um hinn svokallaða auðlegðarskatt sem var lagður á í hinsta sinn á þessu ári. Hélt hann því fram að ríkissjóður „yrði af“ níu milljörðum króna vegna þessa. Hann þuldi svo upp skilyrðin fyrir þolendur skattheimtunnar til að sýna örugglega að aðeins hinir ríku hefðu þurft að greiða skattinn. Þessi skattur var upphaflega lagður á árið 2009. Hann var frá fyrsta degi merki lýðskrums af verstu sort. Rökstuðningurinn fyrir því var meðal annars sá að hópur fólks hefði í aðdraganda hrunsins notið þess að skattar á fjármagnstekjur hefðu verið lágir og reglur hagstæðar. Fullyrt var að þeir hefðu borgað lægri skatta á meðan almenningur hefði axlað þyngri byrðar. Því væri eðlilegt að þeir þyrftu að greiða auðlegðarskatt. Með öðrum orðum þá var það vonda efnaða fólkið eitt sem græddi á því að skattar hérlendis voru lágir fyrir hrun. Þetta stenst enga skoðun. Lágskattastefnan fyrir hrun þýddi að hver einasti launamaður hafði meiri kaupmátt um hver mánaðamót en ella. Hagstæðar skattareglur á fyrirtæki höfðu það í för með sér að hjól atvinnulífsins snerust með tilheyrandi atvinnumöguleikum og svigrúmi til kjarabóta fyrir launamenn. Fjölmargir hafa bent á að fráhvarf frá þessari stefnu hafi hægt verulega á því að efnahagslífið rétti úr kútnum. Auðlegðarskatturinn var miðaður við þá sem höfðu komið betur en aðrir út úr hruninu. Vandamálið var að stór hluti þessa fólks var ekki nýríkir útrásarvíkingar heldur eldri borgarar. Fólk sem hafði sýnt ráðdeild og fyrirhyggju á meðan aðrir tóku lán sem þeir réðu ekkert við. Þessi hópur hafði ekki spilað á hagstætt skattaumhverfi eða verið með allt sitt í einkahlutafélögum heldur einfaldlega lagt fyrir, borgað af lánum og „auðlegð“ þeirra var oft bundin í skuldlausri fasteign. Það er víða pottur brotinn varðandi lífeyrisréttindi þessarar kynslóðar og hjá mörgum hefur söluverðmæti skuldlausrar fasteignar komið í stað hefðbundins lífeyris og á að endast út æviskeiðið. Það átti því ekki að koma á óvart að 66 prósent greiðenda skattsins höfðu 5 milljónir eða minna í árslaun. Þannig þurftu eldri borgarar að selja eignir til að hafa efni á því að borga skattinn. Á síðasta ári greiddu hundruð þeirra meira en helming tekna sinna í skattinn og jafnframt fjórfaldaðist fjöldi þeirra sem greiddu auðlegðarskatt sem var hærri en tekjur þeirra. Þessi eignaskattur er skýrt dæmi um ósanngjarna skattlagningu. Hann var keyrður í gegn þegar þjóðin var enn í losti. Rökstuðningurinn ól á tortryggninni sem var í þjóðfélaginu gagnvart þeim áttu að hafa borið ábyrgð á hruninu. Málflutningur um að ríkið sé að „verða af“ skatttekjum frá hinum eignameiri vegna afnáms skattsins er af sömu rót runninn. Rétt er að geta þess að þingmaðurinn gerði gott betur. Hann greip til sama lýðskrums og andstæðingar listamannalauna með því að tiltaka alls kyns önnur verkefni sem hægt væri að fjármagna með þessum peningum. Skattlagningin bitnaði á allt öðrum hópi en til stóð. Það virðist ekki hafa skipt vinstri stjórnina eða þingmanninn nú neinu máli. Það eina sem skiptir máli er að refsa þeim sem hafa það aðeins betra en aðrir. Þá skiptir engu máli hvort sú staða sé tilkomin vegna áratuga sparnaðar eða brasks með hlutabréf. Staðreyndin er sú að ríkið er ekki að „verða af“ þessum skatttekjum. Það er að leyfa eldri borgurum að njóta afraksturs ævistarfsins í friði.