Hræsnin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2014 07:00 Hinsegin dagar hefjast í dag og munu standa yfir næstu sex daga. Það er óhætt að segja að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá júní 1999 þegar fyrstu Hinsegin dagarnir voru haldnir sem útihátíð á Ingólfstorgi þar sem 1.500 manns komu saman til að fagna mannréttindum, menningu og margbreytileika í samfélaginu. Hátíðin hefur vaxið með ótrúlegum hraða og undanfarin ár hafa samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra, vinir og allir sem styðja málefnið fylkt liði í meðal annars í Gleðigöngu um miðborgina. Í dag eru Hinsegin dagar orðnir ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með allt að hundrað þúsund þátttakendur ár hvert. Vöxtur hátíðarinnar og þróun hennar undirstrikar þann stórkostlega árangur sem náðst hefur í réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi, hvort sem er á sviði löggjafar eða í samfélagslegu samhengi. Mikil breyting hefur orðið á viðhorfum almennings og töluvert hefur dregið úr fordómum í garð samkynhneigðra. En betur má ef duga skal. Í síðasta mánuði ritaði hópur virtra lækna og lögfræðinga í Bandaríkjunum grein í vísindatímaritið Journal of the American Medical Association þar sem enn og aftur var vakin athygli á því óréttlæti að samkynhneigðir megi ekki gefa blóð. Að mati þessara sérfræðinga er bannið úr takti við nútímalæknavísindi og lögfræðilega vafasamt. Slíkt bann hefur verið í gildi hér á landi frá árinu 1985, þegar ekki var hægt að skima blóð og samkynhneigðir voru metnir sem sérstakur áhættuhópur gagnvart útbreiðslu HIV-veirunnar. Engin þörf er á þessu núna, bæði er smitmynstrið orðið gjörbreytt og allt blóð er skimað. Engu að síður er höfðinu barið í steininn og þessi hópur blóðgjafa útilokaður. Núverandi bann elur á ranghugmyndinni um að HIV-smit sé eingöngu „hommasjúkdómur“. Sú ranghugmynd ein og sér hefur kostað ótal smit á meðal gagnkynhneigðra en stærsti áhættuhópurinn í dag er konur undir 25 ára. Svo ekki sé minnst á alla þá fordóma í garð samkynhneigðra sem þessi ranghugmynd hefur og mun ala af sér. Í dag er ekki hægt að greina HIV-veiruna á fyrstu sex mánuðum smits. Það er einnig ljóst að óvarin endaþarmsmök eru nánast eina áhyggjuefni þeirra sem eru fylgjandi áframhaldandi banni. Ákveðin ósamkvæmni þar sem um er að ræða kynlífshegðun sem er svo sannarlega ekki bundin við samkynhneigða karlmenn. Ef menn vilja enn líta á þennan hluta kynlífs sem áhættuhegðun, þá ætti alla vega að skilgreina hana sérstaklega og láta gilda almennt yfir línuna, burtséð frá kynhneigð. Allt annað er hræsni. Um nokkurra ára skeið hefur hópur hinsegin ungmenna vakið athygli á þessu banni. Í tilefni Hinsegin daga efnir hópurinn til viðburðar í Blóðbankanum í dag þar sem fólk er hvatt til að koma og gefa blóð í nafni vinar sem ekki má gera slíkt sökum kynhneigðar sinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hinsegin dagar hefjast í dag og munu standa yfir næstu sex daga. Það er óhætt að segja að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá júní 1999 þegar fyrstu Hinsegin dagarnir voru haldnir sem útihátíð á Ingólfstorgi þar sem 1.500 manns komu saman til að fagna mannréttindum, menningu og margbreytileika í samfélaginu. Hátíðin hefur vaxið með ótrúlegum hraða og undanfarin ár hafa samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra, vinir og allir sem styðja málefnið fylkt liði í meðal annars í Gleðigöngu um miðborgina. Í dag eru Hinsegin dagar orðnir ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með allt að hundrað þúsund þátttakendur ár hvert. Vöxtur hátíðarinnar og þróun hennar undirstrikar þann stórkostlega árangur sem náðst hefur í réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi, hvort sem er á sviði löggjafar eða í samfélagslegu samhengi. Mikil breyting hefur orðið á viðhorfum almennings og töluvert hefur dregið úr fordómum í garð samkynhneigðra. En betur má ef duga skal. Í síðasta mánuði ritaði hópur virtra lækna og lögfræðinga í Bandaríkjunum grein í vísindatímaritið Journal of the American Medical Association þar sem enn og aftur var vakin athygli á því óréttlæti að samkynhneigðir megi ekki gefa blóð. Að mati þessara sérfræðinga er bannið úr takti við nútímalæknavísindi og lögfræðilega vafasamt. Slíkt bann hefur verið í gildi hér á landi frá árinu 1985, þegar ekki var hægt að skima blóð og samkynhneigðir voru metnir sem sérstakur áhættuhópur gagnvart útbreiðslu HIV-veirunnar. Engin þörf er á þessu núna, bæði er smitmynstrið orðið gjörbreytt og allt blóð er skimað. Engu að síður er höfðinu barið í steininn og þessi hópur blóðgjafa útilokaður. Núverandi bann elur á ranghugmyndinni um að HIV-smit sé eingöngu „hommasjúkdómur“. Sú ranghugmynd ein og sér hefur kostað ótal smit á meðal gagnkynhneigðra en stærsti áhættuhópurinn í dag er konur undir 25 ára. Svo ekki sé minnst á alla þá fordóma í garð samkynhneigðra sem þessi ranghugmynd hefur og mun ala af sér. Í dag er ekki hægt að greina HIV-veiruna á fyrstu sex mánuðum smits. Það er einnig ljóst að óvarin endaþarmsmök eru nánast eina áhyggjuefni þeirra sem eru fylgjandi áframhaldandi banni. Ákveðin ósamkvæmni þar sem um er að ræða kynlífshegðun sem er svo sannarlega ekki bundin við samkynhneigða karlmenn. Ef menn vilja enn líta á þennan hluta kynlífs sem áhættuhegðun, þá ætti alla vega að skilgreina hana sérstaklega og láta gilda almennt yfir línuna, burtséð frá kynhneigð. Allt annað er hræsni. Um nokkurra ára skeið hefur hópur hinsegin ungmenna vakið athygli á þessu banni. Í tilefni Hinsegin daga efnir hópurinn til viðburðar í Blóðbankanum í dag þar sem fólk er hvatt til að koma og gefa blóð í nafni vinar sem ekki má gera slíkt sökum kynhneigðar sinnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun