Tuttugu viðburðir á Act alone á Suðureyri 6. ágúst 2014 11:00 Ein þeirra sem fram koma á Act alone er Jenný Lára Arnórsdóttir með einleikinn Elsku. Mynd/Úr einkasafni Einleikjahátíðin Act alone hefst á Suðureyri í dag og stendur til 10. ágúst. Alls verður boðið upp á tuttugu viðburði og aðgangur að þeim öllum er ókeypis og öllum opinn. Meðal einleikja sem verða sýndir á Act alone í ár má nefna Eldklerkinn með Pétri Eggerz, Grande með Hirti Jóhanni Jónssyni, Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar í flutningi Arnars Jónssonar og barnaleikritið Pétur og úlfinn með Bernd Ogrodnik. Það verður einnig dansað á Act alone. Saga Sigurðardóttir frumflytur nýtt dansverk og Anna Richardsdóttir ætlar að taka Suðureyri í gegn með einstökum þrifagjörningi. Tónlistin á að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson gerir upp ferilinn í tali og tónum og gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen verður í essinu sínu með hljóðfærið. Síðast en ekki síst verður Villi vísindamaður með vísindanámskeið fyrir krakka á öllum aldri. Tvær nýjungar eru á Act alone í ár því í fyrsta sinn verður boðið upp á bæði myndlist og ritlist auk leiklistarinnar. Opnuð verður sýning á verkum Eddu Heiðrúnar Backman leikkonu og fulltrúar ritlistarinnar eru Eiríkur Örn Norðdahl og Ólína Þorvarðardóttir sem munu lesa upp úr verkum sínum og annarra. Act alone var fyrst haldin árið 2004 og hefur verið haldin árlega síðan. Alls hafa verið sýnd yfir hundrað verk á hátíðinni og ávallt hefur aðgangur verið ókeypis að öllum viðburðum. Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Einleikjahátíðin Act alone hefst á Suðureyri í dag og stendur til 10. ágúst. Alls verður boðið upp á tuttugu viðburði og aðgangur að þeim öllum er ókeypis og öllum opinn. Meðal einleikja sem verða sýndir á Act alone í ár má nefna Eldklerkinn með Pétri Eggerz, Grande með Hirti Jóhanni Jónssyni, Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar í flutningi Arnars Jónssonar og barnaleikritið Pétur og úlfinn með Bernd Ogrodnik. Það verður einnig dansað á Act alone. Saga Sigurðardóttir frumflytur nýtt dansverk og Anna Richardsdóttir ætlar að taka Suðureyri í gegn með einstökum þrifagjörningi. Tónlistin á að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson gerir upp ferilinn í tali og tónum og gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen verður í essinu sínu með hljóðfærið. Síðast en ekki síst verður Villi vísindamaður með vísindanámskeið fyrir krakka á öllum aldri. Tvær nýjungar eru á Act alone í ár því í fyrsta sinn verður boðið upp á bæði myndlist og ritlist auk leiklistarinnar. Opnuð verður sýning á verkum Eddu Heiðrúnar Backman leikkonu og fulltrúar ritlistarinnar eru Eiríkur Örn Norðdahl og Ólína Þorvarðardóttir sem munu lesa upp úr verkum sínum og annarra. Act alone var fyrst haldin árið 2004 og hefur verið haldin árlega síðan. Alls hafa verið sýnd yfir hundrað verk á hátíðinni og ávallt hefur aðgangur verið ókeypis að öllum viðburðum.
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira