Eins og að kaupa dóp Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 18:30 Hallgrímur Helgason: "Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Vísir/GVA „Ég þekkti ekkert til verka Guðrúnar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur spurður hvernig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrúnar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir forsíðuna. Hann segir áhugann á verkum hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungumál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefnin eru klassísk; ástir, sorgir, innilokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnitmiðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guðrúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífurlega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk hennar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér orginal-útgáfuna sagðist verða á hvítum sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurnar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdalabarn er góð.“ Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég þekkti ekkert til verka Guðrúnar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur spurður hvernig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrúnar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir forsíðuna. Hann segir áhugann á verkum hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungumál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefnin eru klassísk; ástir, sorgir, innilokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnitmiðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guðrúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífurlega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk hennar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér orginal-útgáfuna sagðist verða á hvítum sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurnar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdalabarn er góð.“
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira