Landsliðsmenn í körfubolta setja á sig svuntu á milli leikja 7. ágúst 2014 14:00 „Við erum báðir miklir matarfíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar tiltekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfisbúð í miðbæinn. Staðsetningin er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa dagana að standsetja búðina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spilar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatímabilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal annars eigin sósu. „Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleikskapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlíusson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veitingastaðinn Snaps í hráefnisvali,“ bætir Jón Arnór við. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Við erum báðir miklir matarfíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar tiltekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfisbúð í miðbæinn. Staðsetningin er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa dagana að standsetja búðina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spilar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatímabilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal annars eigin sósu. „Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleikskapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlíusson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veitingastaðinn Snaps í hráefnisvali,“ bætir Jón Arnór við.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira