Adams tekur líklega þátt í gleðigöngunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 11:00 Tónlistarmaðurinn Bryan Adams ætlar að taka þátt í gleðigöngunni um helgina. Vísir/Getty „Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira