Fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar Baldvin Þormóðsson skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Félagarnir Mark og Chris vilja koma íslenskum tónlistarmönnum saman að spjalla um senuna. „Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettímariti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir ritstjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna Rokmusic.com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaðamenn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwaves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjamin. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“ Airwaves Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettímariti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir ritstjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna Rokmusic.com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaðamenn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwaves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjamin. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“
Airwaves Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið