Forvarnasplatter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. ágúst 2014 08:27 Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af einhverjum sem hafði lent undir valtara. Google var vinur minn og innan nokkurra mínútna var ég kominn inn á vafasama vefsíðu sem virtist geta svalað forvitni minni. Ég fann myndir af manni sem hafði að vísu bara lent með annan handlegginn undir valtara en myndirnar voru eins og við var að búast. Handleggurinn var flatur, eiginlega meira eins og vængur, og svo lak eitthvert sull meðfram hliðunum. Þvílíkur hryllingur! Þetta var miklu fyndnara í teiknimyndunum. En ég hætti ekki þarna. Næstu tvær klukkustundirnar horfði ég á eina óhuggulegustu myndbandasyrpu sem nokkur hefur horft á. Ég ætla að hlífa ykkur við smáatriðunum svo þið missið nú ekki morgunmatarlystina en flest myndböndin enduðu á því að einhver varð að klessu. Það má færa rök fyrir því að þessi áhugi minn á sundurtættum mannslíkömum sé ástæða til þess að leita sér hjálpar fagfólks. Ég lít þó eilítið öðrum augum á þetta. Þetta eru forvarnir. Á hverjum degi hugsa ég um eitthvað af myndböndunum. Ég keyri hægar og mér dettur ekki í hug að labba fram hjá stillönsum. Ég er dauðhræddur við skotvopn og ég lít að minnsta kosti þrisvar til beggja hliða þegar ég geng yfir götu. Ég er hættur að treysta umhverfinu því að það er hreinlega stórhættulegt. Sá eini sem heldur mér á lífi er ég sjálfur. Daglegt líf mitt er orðið eins og síðasta borðið í erfiðum tölvuleik. Hlutir detta og þjóta, velta og springa. Og mannslíkaminn er svo viðkvæmur. Það má svo lítið út af bera og þá er maður orðinn að klessu. Dauðri klessu. Game over. Ekki ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af einhverjum sem hafði lent undir valtara. Google var vinur minn og innan nokkurra mínútna var ég kominn inn á vafasama vefsíðu sem virtist geta svalað forvitni minni. Ég fann myndir af manni sem hafði að vísu bara lent með annan handlegginn undir valtara en myndirnar voru eins og við var að búast. Handleggurinn var flatur, eiginlega meira eins og vængur, og svo lak eitthvert sull meðfram hliðunum. Þvílíkur hryllingur! Þetta var miklu fyndnara í teiknimyndunum. En ég hætti ekki þarna. Næstu tvær klukkustundirnar horfði ég á eina óhuggulegustu myndbandasyrpu sem nokkur hefur horft á. Ég ætla að hlífa ykkur við smáatriðunum svo þið missið nú ekki morgunmatarlystina en flest myndböndin enduðu á því að einhver varð að klessu. Það má færa rök fyrir því að þessi áhugi minn á sundurtættum mannslíkömum sé ástæða til þess að leita sér hjálpar fagfólks. Ég lít þó eilítið öðrum augum á þetta. Þetta eru forvarnir. Á hverjum degi hugsa ég um eitthvað af myndböndunum. Ég keyri hægar og mér dettur ekki í hug að labba fram hjá stillönsum. Ég er dauðhræddur við skotvopn og ég lít að minnsta kosti þrisvar til beggja hliða þegar ég geng yfir götu. Ég er hættur að treysta umhverfinu því að það er hreinlega stórhættulegt. Sá eini sem heldur mér á lífi er ég sjálfur. Daglegt líf mitt er orðið eins og síðasta borðið í erfiðum tölvuleik. Hlutir detta og þjóta, velta og springa. Og mannslíkaminn er svo viðkvæmur. Það má svo lítið út af bera og þá er maður orðinn að klessu. Dauðri klessu. Game over. Ekki ég.