Tchenguiz íhugar að stefna Kaupþingi 11. ágúst 2014 08:00 Vincent Tchenguiz. Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, sem breska efnahagsbrotadeildin, SFO, var með til rannsóknar vegna viðskipta hans við íslenska bankann Kaupþing, hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð teymi lögfræðinga fara yfir öll skjöl sem tengdust málinu til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að hann fari í mál vegna misbresta á rannsókninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögfræðingateymið þegar hafið störf og skoðar nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun og þá gegn hverjum. Bæði mun teymið hafa til skoðunar að höfða einkamál sem og hvort krefjast skuli opinberrar rannsóknar. Heimildarmenn tengdir Tchenguiz herma að sér í lagi sé athugað hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabúið. Starfsmenn Grant Thornton töldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi. Meðal annars á grundvelli þessara gagna var Tchenguiz handtekinn í mars árið 2011 ásamt því sem húsleit var gerð á heimili hans og skrifstofum. Málið var fellt niður vegna mistaka við rannsóknina sem breskur dómari gagnrýndi harðlega og sagðist aldrei hafa „kynnst öðru eins“. SFO gerði samkomulag við Tchenguiz á dögunum og samþykkti að greiða honum þrjár milljónir sterlingspunda á dögunum vegna rannsóknarinnar. Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz, var einnig til rannsóknar og hefur líka samið við SFO um bætur. -fbj Tengdar fréttir Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33 Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, sem breska efnahagsbrotadeildin, SFO, var með til rannsóknar vegna viðskipta hans við íslenska bankann Kaupþing, hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð teymi lögfræðinga fara yfir öll skjöl sem tengdust málinu til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að hann fari í mál vegna misbresta á rannsókninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögfræðingateymið þegar hafið störf og skoðar nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun og þá gegn hverjum. Bæði mun teymið hafa til skoðunar að höfða einkamál sem og hvort krefjast skuli opinberrar rannsóknar. Heimildarmenn tengdir Tchenguiz herma að sér í lagi sé athugað hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabúið. Starfsmenn Grant Thornton töldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi. Meðal annars á grundvelli þessara gagna var Tchenguiz handtekinn í mars árið 2011 ásamt því sem húsleit var gerð á heimili hans og skrifstofum. Málið var fellt niður vegna mistaka við rannsóknina sem breskur dómari gagnrýndi harðlega og sagðist aldrei hafa „kynnst öðru eins“. SFO gerði samkomulag við Tchenguiz á dögunum og samþykkti að greiða honum þrjár milljónir sterlingspunda á dögunum vegna rannsóknarinnar. Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz, var einnig til rannsóknar og hefur líka samið við SFO um bætur. -fbj
Tengdar fréttir Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33 Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33
Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31