Menning

Samspil náttúru, tísku og menningararfs

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Flott dama við gamla sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum.
Flott dama við gamla sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Lisen Stibeck
Torfhús og tíska nefnist sýning sem opnuð verður á Torgi Þjóðminjasafnsins á föstudaginn.

Þar eru níu myndir sem sænski ljósmyndarinn Lisen Stibeck tók á ferð sinni um landið sumarið 2013.

Á myndunum eru fyrirsætur í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð við gömul hús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins.



Þorbjörg Gunnarsdóttir er sýningarstjóri og hún segir að með myndum sínum vilji Lisen Stibeck sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku.

„Stibeck heillaðist af landinu fyrir mörgum árum og hefur farið víða um það og myndað,“ segir Þorbjörg.

Hún hefur eftirfarandi setningu eftir Lisen Stibeck: „Ef land væri ljóð, þá væri það land Ísland.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×