Við bjóðum upp á Kabaríur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 11:30 Hrönn og Hallveig æfðu sig vel áður en þær héldu norður til Ólafsfjarðar þar sem þær taka virkan þátt í Berjadögum. Fréttablaðið/GVA „Við Hrönn ætlum að vera með dálítið blandað prógramm,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, þegar ég næ í hana á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri og bið hana að lýsa því sem fram undan er á Berjadögum á Ólafsfirði. Hún verður þar í stóru hlutverki bæði á upphafstónleikunum annað kvöld klukkan 20 og lokatónleikunum á föstudaginn. Kveðst hafa verið með kabarettprógramm syðra fyrir nokkru en ákveðið að klassíkera það örlítið nú. „Við bjóðum upp á Kabaríur. „Ætlum að dreypa á gylltum veigum óperubókmenntanna fyrir hlé og verðum með nokkrar stórar bombur eftir Mozart, Puccini og Dvorák. Eftir hlé dembum við okkur í léttara efni og flytjum kabarettmúsík eftir Schönberg og bandarískan mann sem heitir Bolcom. Síðan verða söngleikjalög eftir Sondheim,“ lýsir hún. Á öðru kvöldi tónleikanna fá þær Hallveig og Hrönn að njóta þess sem Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í farteskinu. Það verða aðallega tónsmíðar eftir liðsmenn tríósins og einhverjar ábreiður kunna að slæðast með. Á lokakvöldinu á föstudag verður blásið til sannkallaðrar tónlistarveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem listamenn hátíðarinnar leika á als oddi í fjölbreyttri dagskrá. „Þá verð ég með í öllu havaríinu,“ segir Hallveig og kveðst geyma aríuna sína úr Carmen þangað til. „Þar verður líka söngleikastjarna Íslands, Maríus Sverrisson, tríóið hennar Sunnu og hinir og þessir gestasöngvarar. Þetta verður rosa skemmtilegt,“ segir hún spennt. Hallveig kveðst aldrei hafa sungið á Ólafsfirði áður en hún þekki þar fullt af fólki. „Ég hef verið þar í fríum en aldrei komið þar fram. Ólafsfjörður er heimabær söngkennarans míns, Jón Þorsteinssonar, og þar líður honum best í heiminum. Hann er einn þeirra sem ætla að troða upp á lokakvöldi Berjadaga,“ segir Hallveig og heldur svo áfram ferðinni í fyrirheitna fjörðinn. Dagskrá Berjadaga KABARÍUR í Ólafsfjarðarkirkju 14. ágúst klukkan 20 Hallveig Rúnarsdóttir, sópran Hrönn Þráinsdóttir, píanó TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS í Ólafsfjarðarkirkju 15. ágúst klukkan 20 Sunna Gunnlaugs, píanó Þorgrímur Jónsson, kontrabassi Scott McLemore, trommur Tríó Sunnu verður líka með tónleika á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra, klukkan 14.30 LOKATÓNLEIKAR BERJADAGA í Tjarnarborg 16. ágúst klukkan 20 Sérstakur gestur: Maríus Hermann Sverrisson tenór – „Ég er kominn heim“ Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Hrönn ætlum að vera með dálítið blandað prógramm,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, þegar ég næ í hana á kaffihúsinu Bláu könnunni á Akureyri og bið hana að lýsa því sem fram undan er á Berjadögum á Ólafsfirði. Hún verður þar í stóru hlutverki bæði á upphafstónleikunum annað kvöld klukkan 20 og lokatónleikunum á föstudaginn. Kveðst hafa verið með kabarettprógramm syðra fyrir nokkru en ákveðið að klassíkera það örlítið nú. „Við bjóðum upp á Kabaríur. „Ætlum að dreypa á gylltum veigum óperubókmenntanna fyrir hlé og verðum með nokkrar stórar bombur eftir Mozart, Puccini og Dvorák. Eftir hlé dembum við okkur í léttara efni og flytjum kabarettmúsík eftir Schönberg og bandarískan mann sem heitir Bolcom. Síðan verða söngleikjalög eftir Sondheim,“ lýsir hún. Á öðru kvöldi tónleikanna fá þær Hallveig og Hrönn að njóta þess sem Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur í farteskinu. Það verða aðallega tónsmíðar eftir liðsmenn tríósins og einhverjar ábreiður kunna að slæðast með. Á lokakvöldinu á föstudag verður blásið til sannkallaðrar tónlistarveislu fyrir alla fjölskylduna þar sem listamenn hátíðarinnar leika á als oddi í fjölbreyttri dagskrá. „Þá verð ég með í öllu havaríinu,“ segir Hallveig og kveðst geyma aríuna sína úr Carmen þangað til. „Þar verður líka söngleikastjarna Íslands, Maríus Sverrisson, tríóið hennar Sunnu og hinir og þessir gestasöngvarar. Þetta verður rosa skemmtilegt,“ segir hún spennt. Hallveig kveðst aldrei hafa sungið á Ólafsfirði áður en hún þekki þar fullt af fólki. „Ég hef verið þar í fríum en aldrei komið þar fram. Ólafsfjörður er heimabær söngkennarans míns, Jón Þorsteinssonar, og þar líður honum best í heiminum. Hann er einn þeirra sem ætla að troða upp á lokakvöldi Berjadaga,“ segir Hallveig og heldur svo áfram ferðinni í fyrirheitna fjörðinn. Dagskrá Berjadaga KABARÍUR í Ólafsfjarðarkirkju 14. ágúst klukkan 20 Hallveig Rúnarsdóttir, sópran Hrönn Þráinsdóttir, píanó TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS í Ólafsfjarðarkirkju 15. ágúst klukkan 20 Sunna Gunnlaugs, píanó Þorgrímur Jónsson, kontrabassi Scott McLemore, trommur Tríó Sunnu verður líka með tónleika á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra, klukkan 14.30 LOKATÓNLEIKAR BERJADAGA í Tjarnarborg 16. ágúst klukkan 20 Sérstakur gestur: Maríus Hermann Sverrisson tenór – „Ég er kominn heim“
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira