Tækifærissinnaði eldhnötturinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 09:15 Fyndin sjón blasti við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Laugardalslaugina í vikunni. Skjannahvítir Íslendingar skriðu úr sólarlausum fylgsnum sínum og flatmöguðu á sundlaugarbakkanum í tugatali. Ég hef aldrei skilið jafn vel líkinguna að vera eins og endurskinsmerki fyrr en nákvæmlega þarna, þar sem ég stóð á nærri ónotuðu bikiníinu og reyndi að næla mér í sólbekk innan um glaðhlakkalegar heldri vinkonur í miklum gír. „Jú, elskan mín, þú mátt færa bekkinn hvert sem þú vilt. Farðu með hann út í laug þess vegna,“ sagði ein þeirra og hrossahláturinn ómaði. Mögulega hefði verið fyndið að taka brandarann alla leið, en ég lét það vera, þáði bekkinn og kom mér fyrir. Þar sem ég lá og leyfði líkamanum að drekka í sig sólargeislana varð mér skyndilega hugsað til vinkonu minnar. Ég átti nefnilega einu sinni vinkonu sem var eins og sólin. Hún hreif alla með sér í leik, hló og gerði gys og ímyndunaraflið sem hún bjó yfir hefði getað lýst upp endurskinsmerki í svörtustu holu. Þetta var þó ekki alltaf tilfellið. Stundum lét hún eins og ég væri ekki til og virti mig ekki viðlits. Hafði ekki samband í marga daga. Ég bölvaði henni þá í sand og ösku, aldrei skyldi ég leika við hana aftur fyrst hún kom svona fram við mig. Verra var þó þegar hún var í vondu skapi. Ég vissi að það myndi ekki þýða neitt að reyna að sleikja úr henni fýluna þannig að ég setti utan á mig skráp, vonaði að þrumuskýinu létti og glampinn kæmi aftur í augun á henni. Stundum birti yfir henni og ég kastaði af mér skrápnum en svo varð skítkalt strax aftur. Eftir á að hyggja var þetta bölvaður tilfinningalegur rússíbani en sama hvað hún gerði – alltaf átti hún mig vísa tilbúna til að hlæja og leika þegar henni hentaði. Við sólina verður ekki tjónkað frekar en vinkonu mína, þetta er tækifærissinni af verstu sort. En, við erum Íslendingar, við hlaupum hlæjandi út á bakkann án þess að hika þegar hún lætur sjá sig. Og er ekki bara um að gera að njóta? Mundu bara að bera á þig sólarvörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Fyndin sjón blasti við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Laugardalslaugina í vikunni. Skjannahvítir Íslendingar skriðu úr sólarlausum fylgsnum sínum og flatmöguðu á sundlaugarbakkanum í tugatali. Ég hef aldrei skilið jafn vel líkinguna að vera eins og endurskinsmerki fyrr en nákvæmlega þarna, þar sem ég stóð á nærri ónotuðu bikiníinu og reyndi að næla mér í sólbekk innan um glaðhlakkalegar heldri vinkonur í miklum gír. „Jú, elskan mín, þú mátt færa bekkinn hvert sem þú vilt. Farðu með hann út í laug þess vegna,“ sagði ein þeirra og hrossahláturinn ómaði. Mögulega hefði verið fyndið að taka brandarann alla leið, en ég lét það vera, þáði bekkinn og kom mér fyrir. Þar sem ég lá og leyfði líkamanum að drekka í sig sólargeislana varð mér skyndilega hugsað til vinkonu minnar. Ég átti nefnilega einu sinni vinkonu sem var eins og sólin. Hún hreif alla með sér í leik, hló og gerði gys og ímyndunaraflið sem hún bjó yfir hefði getað lýst upp endurskinsmerki í svörtustu holu. Þetta var þó ekki alltaf tilfellið. Stundum lét hún eins og ég væri ekki til og virti mig ekki viðlits. Hafði ekki samband í marga daga. Ég bölvaði henni þá í sand og ösku, aldrei skyldi ég leika við hana aftur fyrst hún kom svona fram við mig. Verra var þó þegar hún var í vondu skapi. Ég vissi að það myndi ekki þýða neitt að reyna að sleikja úr henni fýluna þannig að ég setti utan á mig skráp, vonaði að þrumuskýinu létti og glampinn kæmi aftur í augun á henni. Stundum birti yfir henni og ég kastaði af mér skrápnum en svo varð skítkalt strax aftur. Eftir á að hyggja var þetta bölvaður tilfinningalegur rússíbani en sama hvað hún gerði – alltaf átti hún mig vísa tilbúna til að hlæja og leika þegar henni hentaði. Við sólina verður ekki tjónkað frekar en vinkonu mína, þetta er tækifærissinni af verstu sort. En, við erum Íslendingar, við hlaupum hlæjandi út á bakkann án þess að hika þegar hún lætur sjá sig. Og er ekki bara um að gera að njóta? Mundu bara að bera á þig sólarvörn.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun