Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2014 09:18 Eldfjallið Bárðarbunga séð úr suðri í gærmorgun, eldvirka svæðið í baksýn þar sem sjá má Dyngjujökul og Trölladyngju. mynd/ómar ragnarsson Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864. Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira