Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2014 09:18 Eldfjallið Bárðarbunga séð úr suðri í gærmorgun, eldvirka svæðið í baksýn þar sem sjá má Dyngjujökul og Trölladyngju. mynd/ómar ragnarsson Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864. Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira