Áform Norðuráls í Helguvík hafa ekki breyst Haraldur Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2014 09:00 Norðurál hefur stefnt að byggingu álversins frá árinu 2004. Vísir/Pjetur „Staðan er alveg óbreytt. Álmarkaðir hafa verið góðir að okkar mati og við viljum endilega klára þetta verkefni sem fyrst,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um þau áform fyrirtækisins að reisa álver í Helguvík. Í spá Seðlabankans um efnahagshorfur til næstu þriggja ára, sem birtist í nýrri útgáfu Peningamála í gær, kemur fram að bankinn gerir ekki lengur ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga álversins hefjist á tímabilinu. Seðlabankinn hefur reiknað með framkvæmdunum síðustu ár en horfir nú eingöngu til byggingar þriggja kísilvera við mat á áhrifum fjárfestinga í orkufrekum iðnaði. „Seðlabankinn gerir sínar spár og við getum ekki svarað fyrir þær,“ segir Ágúst. Hann segir því enn stefnt að byggingu 270 þúsund tonna álvers í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní 2008 og í kjölfarið var farið í framkvæmdir á svæðinu. Þar hefur ekkert gerst frá síðustu áramótum og spilar þar meðal annars inn í ágreiningur um raforkuverð. Verkefnið hefur þegar kostað yfir fimmtán milljarða króna. „Við viljum tryggja orku fyrir 180 þúsund tonna álver áður en við höldum lengra. En við viljum helst geta farið upp í 270 þúsund tonn og þá þurfum við 300 megavött af raforku og við erum með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Ágúst. Komið hefur fram að HS Orka vill losna undan orkusölusamningi við Norðurál. Samkvæmt hálfsársuppgjöri HS Orku, sem birt var fyrr í þessum mánuði, hefur fyrirtækið hafið gerðardómsferli til að losna undan samningnum en hann var undirritaður í apríl 2007. „Það kom okkur dálítið á óvart enda er þarna aftur verið að reka sama málið og var rekið fyrir tveimur til þremur árum. Þeir vefengdu gildi samningsins og það fór fyrir gerðardóm og hann var dæmdur í fullu gildi. Þetta gæti hins vegar tafið framkvæmdina því svona málaferli geta tekið eitt og hálft ár. En ef þetta á að gerast hratt er ljóst að eitthvert annað fyrirtæki en HS Orka þarf að koma inn í þetta.“ Spurður af hverju Norðurál vilji þá ekki losa HS Orku undan samningnum segir Ágúst orkufyrirtækið þurfa að standa við hann. „Þetta snýst bara um það. Orkuveita Reykjavíkur byrjaði að afhenda sína orku árið 2011 og við höfum notað hana í álverinu á Grundartanga við framleiðsluaukninguna þar,“ segir Ágúst. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Staðan er alveg óbreytt. Álmarkaðir hafa verið góðir að okkar mati og við viljum endilega klára þetta verkefni sem fyrst,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um þau áform fyrirtækisins að reisa álver í Helguvík. Í spá Seðlabankans um efnahagshorfur til næstu þriggja ára, sem birtist í nýrri útgáfu Peningamála í gær, kemur fram að bankinn gerir ekki lengur ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga álversins hefjist á tímabilinu. Seðlabankinn hefur reiknað með framkvæmdunum síðustu ár en horfir nú eingöngu til byggingar þriggja kísilvera við mat á áhrifum fjárfestinga í orkufrekum iðnaði. „Seðlabankinn gerir sínar spár og við getum ekki svarað fyrir þær,“ segir Ágúst. Hann segir því enn stefnt að byggingu 270 þúsund tonna álvers í Helguvík. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní 2008 og í kjölfarið var farið í framkvæmdir á svæðinu. Þar hefur ekkert gerst frá síðustu áramótum og spilar þar meðal annars inn í ágreiningur um raforkuverð. Verkefnið hefur þegar kostað yfir fimmtán milljarða króna. „Við viljum tryggja orku fyrir 180 þúsund tonna álver áður en við höldum lengra. En við viljum helst geta farið upp í 270 þúsund tonn og þá þurfum við 300 megavött af raforku og við erum með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir Ágúst. Komið hefur fram að HS Orka vill losna undan orkusölusamningi við Norðurál. Samkvæmt hálfsársuppgjöri HS Orku, sem birt var fyrr í þessum mánuði, hefur fyrirtækið hafið gerðardómsferli til að losna undan samningnum en hann var undirritaður í apríl 2007. „Það kom okkur dálítið á óvart enda er þarna aftur verið að reka sama málið og var rekið fyrir tveimur til þremur árum. Þeir vefengdu gildi samningsins og það fór fyrir gerðardóm og hann var dæmdur í fullu gildi. Þetta gæti hins vegar tafið framkvæmdina því svona málaferli geta tekið eitt og hálft ár. En ef þetta á að gerast hratt er ljóst að eitthvert annað fyrirtæki en HS Orka þarf að koma inn í þetta.“ Spurður af hverju Norðurál vilji þá ekki losa HS Orku undan samningnum segir Ágúst orkufyrirtækið þurfa að standa við hann. „Þetta snýst bara um það. Orkuveita Reykjavíkur byrjaði að afhenda sína orku árið 2011 og við höfum notað hana í álverinu á Grundartanga við framleiðsluaukninguna þar,“ segir Ágúst.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira