Dóra María: Þrjú stig það eina sem kemur til greina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2014 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, heldur bolta á lofti á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. vísir/valli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir nágrönnum sínum frá Danmörku í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada árið 2015. Takist íslenska liðinu að tryggja sér farseðilinn til Kanada yrði það í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts. Stelpurnar okkar þurfa að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á sæti í umspilinu en þær mæta Ísrael og Serbíu á Laugardalsvelli í september.Erfiður mótherji Aðeins tveimur sætum munar á liðunum á styrkleikalista FIFA.en þetta verður í níunda skiptið sem liðin mætast en í fyrsta sinn á íslenskri grundu. Eini sigur íslenska liðsins kom árið 2011 á æfingamóti í Algarve. Danska liðið hefur sex sinnum borið sigur úr býtum en liðin gerðu í fyrsta sinn jafntefli í júní. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en danska liðið jafnaði örfáum mínútum síðar. Hart var barist í leiknum og liðin lögðu allt undir.Megum ekki tapa fleiri stigum Dóra María er ein af reyndustu leikmönnum landsliðsins. Hún lagði áherslu á að íslenska liðið ætlaði sér að taka stigin þrjú. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, við verðum að vinna þennan leik og við höfum verið að undirbúa okkur eftir því. Við verðum að vera einbeittar í leiknum og við ætlum okkur að klára þetta. Þrjú stig er það eina sem dugar okkur eins og staðan er í dag. Við höfum tapað of mörgum stigum í öðrum leikjum og við megum ekki verða af fleiri stigum,“ sagði Dóra en íslenska liðið hefur skoðað það danska vel undanfarna daga. „Við ætlum fyrst og fremst að halda áfram því sem við gerðum í Danmörku, það gekk vel. Þeim gekk illa að skapa sér færi og við þurfum að vera þéttar til baka. Við verðum að spila sem ein heild og reyna að sækja hratt á þær,“ sagði Dóra sem vonast eftir góðum stuðningi. „Við höfum verið með sterkan heimavöll í gegnum tíðina og erum búnar að skapa svolítið vígi hérna í Laugardalnum. Vonandi getum við nýtt okkur það í leiknum.“Engin geimvísindi í þessu Freyr Alexandersson var nokkuð brattur þegar undirritaður heyrði í honum en hann á von á góðum leik en jafnframt erfiðum. „Hópurinn er vel stemmdur, leikmenn liðsins eru bjartsýnir og hugaðir fyrir leikinn og við þurfum bara að púsla þessu rétt saman. Við þekkjum mótherjann vel, það er stutt síðan liðin léku síðast svo það eru engin geimvísindi í þessu. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og það skiptir máli að framkvæma hlutina vel,“ sagði Freyr sem leggur áherslu á að allir leikmenn liðsins spili hápressu. „Við verðum að vera með hugarfarið í lagi og svolítið huguð í okkar leik, það gæti skipt máli. Við viljum reyna að koma hátt á þær og koma þeim í óþægilegar stöður og ég geri ráð fyrir að danska liðið reyni það sama gegn okkur. Ég hef verið að líta á fyrri leikinn þegar hápressan tókst ekki, athuga hvað fór úrskeiðis og reyna að leita að því sem við getum gert betur í okkar leik. Þær eru vel spilandi og geta leyst hápressu og við þurfum að vera betur undirbúin. Að sama skapi gekk okkur illa að notfæra okkur skyndisóknir í leiknum úti og við höfum unnið mikið í því í vikunni fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari við Fréttablaðið að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir nágrönnum sínum frá Danmörku í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada árið 2015. Takist íslenska liðinu að tryggja sér farseðilinn til Kanada yrði það í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts. Stelpurnar okkar þurfa að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á sæti í umspilinu en þær mæta Ísrael og Serbíu á Laugardalsvelli í september.Erfiður mótherji Aðeins tveimur sætum munar á liðunum á styrkleikalista FIFA.en þetta verður í níunda skiptið sem liðin mætast en í fyrsta sinn á íslenskri grundu. Eini sigur íslenska liðsins kom árið 2011 á æfingamóti í Algarve. Danska liðið hefur sex sinnum borið sigur úr býtum en liðin gerðu í fyrsta sinn jafntefli í júní. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en danska liðið jafnaði örfáum mínútum síðar. Hart var barist í leiknum og liðin lögðu allt undir.Megum ekki tapa fleiri stigum Dóra María er ein af reyndustu leikmönnum landsliðsins. Hún lagði áherslu á að íslenska liðið ætlaði sér að taka stigin þrjú. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, við verðum að vinna þennan leik og við höfum verið að undirbúa okkur eftir því. Við verðum að vera einbeittar í leiknum og við ætlum okkur að klára þetta. Þrjú stig er það eina sem dugar okkur eins og staðan er í dag. Við höfum tapað of mörgum stigum í öðrum leikjum og við megum ekki verða af fleiri stigum,“ sagði Dóra en íslenska liðið hefur skoðað það danska vel undanfarna daga. „Við ætlum fyrst og fremst að halda áfram því sem við gerðum í Danmörku, það gekk vel. Þeim gekk illa að skapa sér færi og við þurfum að vera þéttar til baka. Við verðum að spila sem ein heild og reyna að sækja hratt á þær,“ sagði Dóra sem vonast eftir góðum stuðningi. „Við höfum verið með sterkan heimavöll í gegnum tíðina og erum búnar að skapa svolítið vígi hérna í Laugardalnum. Vonandi getum við nýtt okkur það í leiknum.“Engin geimvísindi í þessu Freyr Alexandersson var nokkuð brattur þegar undirritaður heyrði í honum en hann á von á góðum leik en jafnframt erfiðum. „Hópurinn er vel stemmdur, leikmenn liðsins eru bjartsýnir og hugaðir fyrir leikinn og við þurfum bara að púsla þessu rétt saman. Við þekkjum mótherjann vel, það er stutt síðan liðin léku síðast svo það eru engin geimvísindi í þessu. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og það skiptir máli að framkvæma hlutina vel,“ sagði Freyr sem leggur áherslu á að allir leikmenn liðsins spili hápressu. „Við verðum að vera með hugarfarið í lagi og svolítið huguð í okkar leik, það gæti skipt máli. Við viljum reyna að koma hátt á þær og koma þeim í óþægilegar stöður og ég geri ráð fyrir að danska liðið reyni það sama gegn okkur. Ég hef verið að líta á fyrri leikinn þegar hápressan tókst ekki, athuga hvað fór úrskeiðis og reyna að leita að því sem við getum gert betur í okkar leik. Þær eru vel spilandi og geta leyst hápressu og við þurfum að vera betur undirbúin. Að sama skapi gekk okkur illa að notfæra okkur skyndisóknir í leiknum úti og við höfum unnið mikið í því í vikunni fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari við Fréttablaðið að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira