Auður átti sér margar skemmtilegar hliðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 14:15 Guðný Dóra og Þórunn Elísabet eru búnar að koma hlutunum á sýningunni fallega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
„Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira