„Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Sólstafir er ein þekktasta þungamálmssveit landsins. mynd/Stebba ósk Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi. RIFF Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi.
RIFF Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira