Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. ágúst 2014 12:00 Hundrað þúsund flugferðum var aflýst í gosinu í Eyjafjallajökli 2010. Ólíklegt er að áhrifin verði eins mikil núna. Nokkrar flugvélar þurftu að gera breytingar á flugleið sinni vegna þess að svæði suðaustur af Vatnajökli var skilgreint sem mögulegt hættusvæði fyrir flug, eftir að því var lýst að gos væri hafið í Dyngjujökli á laugardag. Skilgreiningin var numin úr gildi upp úr hádegi í gær. Alls staðar í heiminum er fólk minnugt þess að þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010 olli það gríðarlega umfangsmikilli röskun á flugi. Sky-fréttastofan segir að 100 þúsund flugferðum hafi verið aflýst. Frá þeim tíma hafi reglum um flug verið breytt þannig að eldgos í dag myndi tæpast valda eins mikilli ringulreið og fyrir fjórum árum. Engu að síður fylgjast flugmálayfirvöld víða um heim vel með gangi mála.Friðþór EydalFriðþór Eydal, upplýsingafulltrúi ISAVIA, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki lægi fyrir hversu margar vélar hefðu beygt af leið. Þær upplýsingar myndu þó mögulega verða á takteinum í dag. Hann telur að það hafi ekki verið margar flugvélar sem hafi þurft að gera verulegar breytingar á flugáætlunum sínum. „Þeir breyta ekki flugáætlunum í raun. Þeir planleggja bara fram hjá þessu svæði,“ segir Friðþór. Það séu sennilegast bara fyrstu vélarnar sem hafi gert einhverjar breytingar að ráði. Ummæli Friðþórs eru í samræmi við skilaboð frá Nicholas Wyke, talsmanni hjá flugmálastjórn Evrópu, eða Eurocontrol. Hann sagði í tölvupósti til Associated Press-fréttastofunnar að það væri erfitt að meta hve margar flugvélar færu alla jafna yfir þetta svæði, því flugvélar breyttu gjarnan flugleiðum sínum eftir veðurskilyrðum. „Það er ólíklegt að þetta hættusvæði muni hafa einhver veruleg áhrif á flugumferð yfir Atlantshafið,“ sagði Wyke á laugardagskvöld. Bryndís Hagan Torfadóttir, framkvæmdastjóri Scandinavian Airlines á Íslandi, segir enga röskun hafa orðið á flugi félagsins vegna gossins. „Það hefur ekkert verið, en ég bara sendi þeim allar upplýsingar sem birtast,“ segir hún. Hún bætir því við að nú sé bara að bíða og sjá hvað verði í framhaldinu. Þó eru dæmi um flugfélög sem gerðu verulegar breytingar. Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að hópur Íslendinga hefði ekki komist til Íslands frá Þýskalandi. Ástæðan var sú að flugfélagið Air Berlin felldi niður flug vegna frétta af eldgosi. Á vef fréttastofu ITV segir líka að vél á vegum Virgin Atlantic hafi sveigt af leið eftir að upplýsingarnar bárust. Bárðarbunga Tengdar fréttir Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03 Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00 Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00 Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nokkrar flugvélar þurftu að gera breytingar á flugleið sinni vegna þess að svæði suðaustur af Vatnajökli var skilgreint sem mögulegt hættusvæði fyrir flug, eftir að því var lýst að gos væri hafið í Dyngjujökli á laugardag. Skilgreiningin var numin úr gildi upp úr hádegi í gær. Alls staðar í heiminum er fólk minnugt þess að þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010 olli það gríðarlega umfangsmikilli röskun á flugi. Sky-fréttastofan segir að 100 þúsund flugferðum hafi verið aflýst. Frá þeim tíma hafi reglum um flug verið breytt þannig að eldgos í dag myndi tæpast valda eins mikilli ringulreið og fyrir fjórum árum. Engu að síður fylgjast flugmálayfirvöld víða um heim vel með gangi mála.Friðþór EydalFriðþór Eydal, upplýsingafulltrúi ISAVIA, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki lægi fyrir hversu margar vélar hefðu beygt af leið. Þær upplýsingar myndu þó mögulega verða á takteinum í dag. Hann telur að það hafi ekki verið margar flugvélar sem hafi þurft að gera verulegar breytingar á flugáætlunum sínum. „Þeir breyta ekki flugáætlunum í raun. Þeir planleggja bara fram hjá þessu svæði,“ segir Friðþór. Það séu sennilegast bara fyrstu vélarnar sem hafi gert einhverjar breytingar að ráði. Ummæli Friðþórs eru í samræmi við skilaboð frá Nicholas Wyke, talsmanni hjá flugmálastjórn Evrópu, eða Eurocontrol. Hann sagði í tölvupósti til Associated Press-fréttastofunnar að það væri erfitt að meta hve margar flugvélar færu alla jafna yfir þetta svæði, því flugvélar breyttu gjarnan flugleiðum sínum eftir veðurskilyrðum. „Það er ólíklegt að þetta hættusvæði muni hafa einhver veruleg áhrif á flugumferð yfir Atlantshafið,“ sagði Wyke á laugardagskvöld. Bryndís Hagan Torfadóttir, framkvæmdastjóri Scandinavian Airlines á Íslandi, segir enga röskun hafa orðið á flugi félagsins vegna gossins. „Það hefur ekkert verið, en ég bara sendi þeim allar upplýsingar sem birtast,“ segir hún. Hún bætir því við að nú sé bara að bíða og sjá hvað verði í framhaldinu. Þó eru dæmi um flugfélög sem gerðu verulegar breytingar. Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að hópur Íslendinga hefði ekki komist til Íslands frá Þýskalandi. Ástæðan var sú að flugfélagið Air Berlin felldi niður flug vegna frétta af eldgosi. Á vef fréttastofu ITV segir líka að vél á vegum Virgin Atlantic hafi sveigt af leið eftir að upplýsingarnar bárust.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03 Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00 Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00 Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03
Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00
Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00
Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55