Ferðamenn eru forvitnir 25. ágúst 2014 07:00 Hvar er Bárðarbunga? Þessir ferðamenn voru ekki að þræta við björgunarsveitarmenn til þess að komast nær Bárðarbungu heldur vildu þeir einfaldlega fá að sjá á kortinu hversu nálægt þeir væru henni. Svo tóku allir í hópnum mynd af skiltinu þar sem stendur á ensku og íslensku að lokað sé vegna hættunnar á eldgosi. fréttablaðið/vilhelm Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag. Bárðarbunga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag.
Bárðarbunga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira