Til hamingju Ísland! Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 10:30 Justin rifjaði upp strákabandstaktana og sagðist elska Ísland. Þá trylltust allir. Vísir/Andri Marinó Tónleikar Justin Timberlake The 20/20 Experience World Tour Kórinn í Kópavogi Það er varla hægt að lýsa stemningunni í Kórnum rétt áður en Justin Timberlake steig á svið. Eftirvæntingin var þvílík að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsinu (sorrí með ofnotaðasta frasa Íslandssögunnar). Mér leið eins og ég væri komin til útlanda. Sviðið tilkomumikið, tveir flennistórir skjáir sinn hvorum megin við það og mannmergð sem er sú mesta í tónleikaminnum landsmanna. Allir með símann á lofti. Tilbúnir í startholunum að ná stafrænni minningu af poppgoðinu. Og svo kviknuðu ljósin. Ljúfir tónar My Way með Frank Sinatra ómuðu um stútfullan Kór en enginn Justin. Andrúmsloftið varð á svipstundu kynngimagnað og ætlaði allt um koll að keyra þannig að varla heyrðist í meistara Sinatra. Svo kom að því. Justin mætti til leiks og fyllti sviðið með nærveru sinni og slagaranum Pusher Love Girl. Hver hittarinn kom á fætur öðrum og ég var sérstaklega ánægð með hve mörg lög af fyrstu sólóplötunni, Justified, hann tók, til dæmis Senorita, Like I Love You og Rock Your Body. Hápunktur Justified-hittaranna var samt án efa Cry Me a River. Flutningurinn var grimmur og maður fann enn fyrir þeirri massívu ástarsorg sem Justin lenti í þegar upp úr slitnaði á milli hans og poppprinsessunnar Britney Spears. Ég tala nú ekki um þegar áhorfendur sungu með. Þvílík upplifun! Af nýju lögunum var það lokalagið Mirrors sem bar höfuð og herðar yfir önnur lög á þessum stórkostlegu tónleikum. Justin játaði sig sigraðan. Hann gaf sig Íslendingum á vald og leyfði þeim að stjórna flutningnum á meðan þakklætið helltist yfir hann, þakklæti vegna þess að fimm prósent þjóðarinnar væru samankomin til að berja goðið augum. Mirrors er einnig, að mínu mati, eitt af hans betri popplögum og líður þessi flutningur seint úr minni. Talandi um að hætta á toppnum. Justin er greinilega fæddur til að koma fram. Hann dansaði eins og óður maður alla tónleikana og þar klikkaði strákabandaskólinn inn. Hann hefur engu gleymt af gömlu *N sync-sporunum og er aðeins búinn að uppfæra þau og setja Michael Jackson-keim á dansrútínurnar. Af Justin flæða svalheitin og annað eins svægi er vandfundið hjá nútímalistamönnum í dag. Hann virðist geta allt, greip í gítar og spilaði á píanó í Kórnum og gerði það afbragðsvel. Hann hefði, að mínu mati, mátt gera meira af því. Gæða tónleikana oftar blæbrigðum með því að gíra tempóið niður og keyra það síðan aftur upp. Hins vegar voru nokkrir hnökrar á hljóðkerfinu á þessum fyrstu tónleikum í Kórnum. Nokkrum sinnum kom það fyrir á tónleikunum að bassinn heltók flutninginn og rödd Justins týndist ef hann var ekki á háa C-inu, þá sérstaklega í laginu Not a Bad Thing sem naut sín engan veginn á sviðinu. Það atriði einkenndist þar af leiðandi af ringulreið. Eins skil ég ekki af hverju Summer Love var á settlistanum. Eitt af hans lakari lögum sem hefði mátt fjúka. Að lokum vil ég óska Íslendingum til hamingju. Loksins fengum við alvöru stórtónleika til landsins. Stórtónleika eins og þeir gerast bestir erlendis, með risahljómsveit, dönsurum og öllu tilheyrandi. Og auðvitað listamanni sem þarf ekki annað en að benda, vinka eða brosa svo að salurinn missi sig í tryllingi. Því ber að fagna og vonandi marka tónleikarnir aðeins upphafið að glæstri tónleikatíð þar sem hvert stórnafnið rekur annað.Niðurstaða: Eina sem skyggði á þéttan flutning Justins voru örlitlir hnökrar í hljóðkerfi Kórsins. Allt í allt stórkostlegir risatónleikar einnar skærustu stjörnu poppheimsins. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónleikar Justin Timberlake The 20/20 Experience World Tour Kórinn í Kópavogi Það er varla hægt að lýsa stemningunni í Kórnum rétt áður en Justin Timberlake steig á svið. Eftirvæntingin var þvílík að þakið ætlaði að rifna af íþróttahúsinu (sorrí með ofnotaðasta frasa Íslandssögunnar). Mér leið eins og ég væri komin til útlanda. Sviðið tilkomumikið, tveir flennistórir skjáir sinn hvorum megin við það og mannmergð sem er sú mesta í tónleikaminnum landsmanna. Allir með símann á lofti. Tilbúnir í startholunum að ná stafrænni minningu af poppgoðinu. Og svo kviknuðu ljósin. Ljúfir tónar My Way með Frank Sinatra ómuðu um stútfullan Kór en enginn Justin. Andrúmsloftið varð á svipstundu kynngimagnað og ætlaði allt um koll að keyra þannig að varla heyrðist í meistara Sinatra. Svo kom að því. Justin mætti til leiks og fyllti sviðið með nærveru sinni og slagaranum Pusher Love Girl. Hver hittarinn kom á fætur öðrum og ég var sérstaklega ánægð með hve mörg lög af fyrstu sólóplötunni, Justified, hann tók, til dæmis Senorita, Like I Love You og Rock Your Body. Hápunktur Justified-hittaranna var samt án efa Cry Me a River. Flutningurinn var grimmur og maður fann enn fyrir þeirri massívu ástarsorg sem Justin lenti í þegar upp úr slitnaði á milli hans og poppprinsessunnar Britney Spears. Ég tala nú ekki um þegar áhorfendur sungu með. Þvílík upplifun! Af nýju lögunum var það lokalagið Mirrors sem bar höfuð og herðar yfir önnur lög á þessum stórkostlegu tónleikum. Justin játaði sig sigraðan. Hann gaf sig Íslendingum á vald og leyfði þeim að stjórna flutningnum á meðan þakklætið helltist yfir hann, þakklæti vegna þess að fimm prósent þjóðarinnar væru samankomin til að berja goðið augum. Mirrors er einnig, að mínu mati, eitt af hans betri popplögum og líður þessi flutningur seint úr minni. Talandi um að hætta á toppnum. Justin er greinilega fæddur til að koma fram. Hann dansaði eins og óður maður alla tónleikana og þar klikkaði strákabandaskólinn inn. Hann hefur engu gleymt af gömlu *N sync-sporunum og er aðeins búinn að uppfæra þau og setja Michael Jackson-keim á dansrútínurnar. Af Justin flæða svalheitin og annað eins svægi er vandfundið hjá nútímalistamönnum í dag. Hann virðist geta allt, greip í gítar og spilaði á píanó í Kórnum og gerði það afbragðsvel. Hann hefði, að mínu mati, mátt gera meira af því. Gæða tónleikana oftar blæbrigðum með því að gíra tempóið niður og keyra það síðan aftur upp. Hins vegar voru nokkrir hnökrar á hljóðkerfinu á þessum fyrstu tónleikum í Kórnum. Nokkrum sinnum kom það fyrir á tónleikunum að bassinn heltók flutninginn og rödd Justins týndist ef hann var ekki á háa C-inu, þá sérstaklega í laginu Not a Bad Thing sem naut sín engan veginn á sviðinu. Það atriði einkenndist þar af leiðandi af ringulreið. Eins skil ég ekki af hverju Summer Love var á settlistanum. Eitt af hans lakari lögum sem hefði mátt fjúka. Að lokum vil ég óska Íslendingum til hamingju. Loksins fengum við alvöru stórtónleika til landsins. Stórtónleika eins og þeir gerast bestir erlendis, með risahljómsveit, dönsurum og öllu tilheyrandi. Og auðvitað listamanni sem þarf ekki annað en að benda, vinka eða brosa svo að salurinn missi sig í tryllingi. Því ber að fagna og vonandi marka tónleikarnir aðeins upphafið að glæstri tónleikatíð þar sem hvert stórnafnið rekur annað.Niðurstaða: Eina sem skyggði á þéttan flutning Justins voru örlitlir hnökrar í hljóðkerfi Kórsins. Allt í allt stórkostlegir risatónleikar einnar skærustu stjörnu poppheimsins.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira