Menning

Frumsýna fimm verk

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir Ragnheiður en tekur fram að styrkir komi frá borg og ríki.
"Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir Ragnheiður en tekur fram að styrkir komi frá borg og ríki. Fréttablaðið/GVA
„Á undanförnum árum höfum við jafnan frumsýnt íslensk leikverk og látið þau mæta erlendum verkum en nú ákváðum við að einblína eingöngu á íslenskar sýningar.

Þær eru sjö talsins, þar af fimm frumsýningar,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um Lókal - leiklistarhátíðina sem hefst í kvöld.



Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi en hún og Bjarni Jónsson maður hennar eru einnig listrænir stjórnendur.

„Þetta er hátíð okkar hjóna,“ segir hún glaðlega en tekur fram að ríki og borg hafi styrkt Lókal frá byrjun. Svo fer hún nokkrum orðum um efni sýninganna í ár.

„Í verkinu Blind Spotting verðum við vitni að ögrandi danslist Margrétar Söru, í Petru kynnumst við ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti og í Guddu fylgjumst við með sjeikspírskum sálfræðihernaði samleigjenda í Vesturbænum.

Einnig fáum við aðgang að furðulegum heimi Bláskjás, í Flækjum tökum við þátt í líknandi dagskrá Kviss, Búmm Bang, við göngum um borg leyndardóma í verkinu Ég elska Reykjavík og upplifum óvæntar uppákomur í Haraldinum.“

Sýningarnar eru í Tjarnarbíói, Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13, Borgarleikhúsinu og við Hörpu. Nánar á www.lokal.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×