Varað við tvöföldu verðkerfi á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 28. ágúst 2014 07:30 Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í öllum verslunum Samkaupa. Verslunarstjóri ætlar að láta fara í gegnum verðmerkingar í allri versluninni Vísir/Pjetur „Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði,“ segir Neytendastofa sem gerir athugasemdir við verðmerkingar fjölda verslana og fyrirtækja á Akureyri. Misræmi var milli verðmerkinga í verslunum og raunverulegs verðs þegar á kassa var komið. Mesti munur var 18,4 prósent frá hillu að kassa. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2008 sem Neytendastofa kannar verðmerkingar utan höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið greindi frá því um miðjan apríl að stofnunin sinnti ekki skyldum sínum á öllu landinu. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, telur það hafa ýtt við stofnuninni „Það eru margir hlutir sem spila inn í og öll umfjöllun hefur áhrif. Við fengum engin aukafjárframlög til þessa verks en ákváðum að ráðast í verkið í sumar. Við munum svo fara aftur í haust og kanna hvernig til hafi tekist með lagfæringar á verðmerkingum á svæðinu,“ segir Þóra. Þrjár matvöruverslanir af þeim átta sem kannaðar voru höfðu verðmerkingar í lagi. Hjá hinum fimm verslununum voru athugasemdir gerðar við fjölda verðmerkinga. Talsvert var af óverðmerktum vörum við kassa og einnig voru standar með bókum og sælgæti sérstaklega illa verðmerktir að því er Neytendastofa upplýsir. Samkaup reka fjórar verslanir á Akureyri, Strax á Borgarbraut og Byggðavegi, Samkaup Úrval í Hrísalundi og Nettó á Glerártorgi. Gerð var athugasemd við verðmerkingar í öllum verslunum fyrirtækisins. Þær verslanir sem höfðu verðmerkingar í lagi var verslun 10-11 í Kaupangi, Bónus í Langholti og Hagkaup á Furuvöllum.Gísli Tryggvi Gíslason Verslunarstjóri Nettó á Glerártorgi Mynd/Lára StefánsdóttirGunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa, gagnrýnir að vera ekki búinn að fá í hendur skýrslu Neytendastofu. „Á meðan ég veit ekki nákvæmlega hvað var að hjá okkur get ég ekki tjáð mig um athugun Neytendastofu,“ segir Gunnar. Gísli Tryggvi Gíslason, verslunarstjóri Nettó á Glerártorgi, harmar það að verðmerkingar hafi ekki verið í lagi í versluninni. Gísli segir að hann hafi hafið störf í byrjun ágúst og því hafi hann ekki verið verslunarstjóri þegar könnunin var gerð. „Ég er að kanna þetta hjá okkar verslun. Ég las skýrsluna í gær og við munum fara yfir alla búðina og sjá til þess að hver einasta vara hjá okkur sé merkt rétt. Þar sem verðmerkingum er ábótavant munum við einnig sjá til þess að allar vörur séu verðmerktar,“ segir Gísli Tryggvi. Að sögn Gísla er það skýlaus réttur neytenda að vita hvað varan kostar. „Það er klárt hjá okkur að svona á þetta ekki að vera. Við munum koma öllum okkar hlutum á hreint.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði,“ segir Neytendastofa sem gerir athugasemdir við verðmerkingar fjölda verslana og fyrirtækja á Akureyri. Misræmi var milli verðmerkinga í verslunum og raunverulegs verðs þegar á kassa var komið. Mesti munur var 18,4 prósent frá hillu að kassa. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2008 sem Neytendastofa kannar verðmerkingar utan höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið greindi frá því um miðjan apríl að stofnunin sinnti ekki skyldum sínum á öllu landinu. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu, telur það hafa ýtt við stofnuninni „Það eru margir hlutir sem spila inn í og öll umfjöllun hefur áhrif. Við fengum engin aukafjárframlög til þessa verks en ákváðum að ráðast í verkið í sumar. Við munum svo fara aftur í haust og kanna hvernig til hafi tekist með lagfæringar á verðmerkingum á svæðinu,“ segir Þóra. Þrjár matvöruverslanir af þeim átta sem kannaðar voru höfðu verðmerkingar í lagi. Hjá hinum fimm verslununum voru athugasemdir gerðar við fjölda verðmerkinga. Talsvert var af óverðmerktum vörum við kassa og einnig voru standar með bókum og sælgæti sérstaklega illa verðmerktir að því er Neytendastofa upplýsir. Samkaup reka fjórar verslanir á Akureyri, Strax á Borgarbraut og Byggðavegi, Samkaup Úrval í Hrísalundi og Nettó á Glerártorgi. Gerð var athugasemd við verðmerkingar í öllum verslunum fyrirtækisins. Þær verslanir sem höfðu verðmerkingar í lagi var verslun 10-11 í Kaupangi, Bónus í Langholti og Hagkaup á Furuvöllum.Gísli Tryggvi Gíslason Verslunarstjóri Nettó á Glerártorgi Mynd/Lára StefánsdóttirGunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa, gagnrýnir að vera ekki búinn að fá í hendur skýrslu Neytendastofu. „Á meðan ég veit ekki nákvæmlega hvað var að hjá okkur get ég ekki tjáð mig um athugun Neytendastofu,“ segir Gunnar. Gísli Tryggvi Gíslason, verslunarstjóri Nettó á Glerártorgi, harmar það að verðmerkingar hafi ekki verið í lagi í versluninni. Gísli segir að hann hafi hafið störf í byrjun ágúst og því hafi hann ekki verið verslunarstjóri þegar könnunin var gerð. „Ég er að kanna þetta hjá okkar verslun. Ég las skýrsluna í gær og við munum fara yfir alla búðina og sjá til þess að hver einasta vara hjá okkur sé merkt rétt. Þar sem verðmerkingum er ábótavant munum við einnig sjá til þess að allar vörur séu verðmerktar,“ segir Gísli Tryggvi. Að sögn Gísla er það skýlaus réttur neytenda að vita hvað varan kostar. „Það er klárt hjá okkur að svona á þetta ekki að vera. Við munum koma öllum okkar hlutum á hreint.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira