Menning

Alvarleg lög og í léttari kantinum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ingibjörg og Ástríður Alda ætla að flytja tónlist við ljóð Laxness úr Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki og lög sem hann hefði getað heyrt vestanhafs.
Ingibjörg og Ástríður Alda ætla að flytja tónlist við ljóð Laxness úr Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki og lög sem hann hefði getað heyrt vestanhafs. Mynd/úr einkasafni
„Við lögðumst í smá grúsk og flytjum lög og ljóð sem tengjast þeim þremur árum sem Halldór Laxness dvaldi í Bandaríkjunum og Kanada á þriðja tug 20. aldar.

Það er fjölbreytt efni.“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona sem syngur í Gljúfrasteini á sunnudaginn við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara.

Á efnisskránni eru bæði íslensk og bandarísk sönglög eftir tónsmiðina Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Þórarinsson, Amy Beach, Ernest Charles, George Gershwin og líka amerísk þjóðlög í útsetningu Aarons Cop­land.



Ingibjörg segir bæði um að ræða tónlist við ljóð úr sögum sem Laxness var að vinna með á fyrrgreindum tíma, eins og Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki og lög sem hann hefði getað heyrt vestanhafs, bæði í alvarlegri og léttari kantinum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16.  Aðangur kostar 1.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×