Spiluðu fyrir einn gest og hund Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Eva hélt tónleika fyrir einn gest og hund í fyrra. MYND/Úr einkasafni „Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira