Mjólkurrörin sjást í nýja listaverkinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 09:45 "Ég var svolítið efins um að þetta myndi hafast, en það tókst,“ segir Arna um eitt vídeóverkanna sem er algerlega nýtt. Mynd/Auðunn „Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyringurinn Arna Valsdóttir myndlistarkona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag klukkan 15. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún notaði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkurrörin þar þegar húsið var í byggingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verkin heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skuggamynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr myndunum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæliklefanum,“ lýsir Arna. Á opnuninni klukkan 15 flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamannaspjall klukkan 20 í kvöld. Listasafnið verður opið til klukkan 22 vegna Akureyrarvöku. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyringurinn Arna Valsdóttir myndlistarkona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag klukkan 15. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún notaði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkurrörin þar þegar húsið var í byggingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verkin heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skuggamynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr myndunum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæliklefanum,“ lýsir Arna. Á opnuninni klukkan 15 flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamannaspjall klukkan 20 í kvöld. Listasafnið verður opið til klukkan 22 vegna Akureyrarvöku.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira