Skemmta á einum elsta klúbbi í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. september 2014 13:30 Bjarki Rúnar og Addi Exos. Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á Tesor. Mynd/Einkasafn „Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“ Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er mikill heiður að fá að spila þarna, því aðeins vel valdir plötusnúðar og listamenn koma þarna fram,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos, en hann og Bjarki Rúnar, betur þekktur sem, Kid Mistik eru á leið til Berlínar um helgina að spila á einum merkilegasta klúbbi í heimi. Klúbburinn heitir Tresor og var opnaður árið 1991. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá vó staðurinn helling og boðaði í raun house-tímana í Þýskalandi og spilar stórt hlutverk í menningarsögu Berlínar,“ segir Addi Exos en staðurinn er gömul bankahirsla. Hann segir það mikla viðurkenningu að fá að spila á þessum stað. „Allir mínir uppáhaldsplötusnúðar hafa komið þarna fram og margir spilað sín bestu sett.“ Addi er eini Íslendingurinn sem komið hefur fram á staðnum og eru þeir félagar einnig að fara út til þess að kynna útgáfufyrirtækið sitt, Do Not Sleep Records. „Á efri hæð Tresor, kölluð Globus verður enginn annar en Marshall Jefferson frá Chicago og eigandi Trax Records að spila. Hann gerði lagið Move Your Body árið 1986 sem var fyrsta house-lagið þar sem notast var við píanó. Jefferson er jafn mikilvægur hlekkur í house tónlistinni og Frankie Knuckles. Það verður röð út á götu og við erum að pissa á okkur úr spenningi,“ bætir Bjarki við.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira