Ólíklegt að félögum í Kauphöll fjölgi fyrir áramót Haraldur Guðmundsson skrifar 4. september 2014 08:30 Sjóvá og HB Grandi voru skráð á markað í apríl síðastliðnum. Vísir/Daníel „Ég get ekki séð að það verði fleiri nýskráningar á árinu og auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar fjöldinn er minni en menn vonuðust eftir,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka, spurður hvort greiningardeild bankans telji að fleiri félög verði skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka sögðu í byrjun ársins að þær teldu líklegt að sex til sjö félög yrðu skráð á markað á árinu. Þau félög sem voru nefnd eru; Reitir, Eik fasteignafélag, Promens, Advania, HB Grandi, Síminn og Sjóvá. Nýskráningar þeirra áttu að stækka hlutabréfamarkaðinn um 35-40 prósent. Nú þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir af árinu hafa einungis tvö þeirra, HB Grandi og Sjóvá, verið skráð í Kauphöllina. „Ég held að menn hafi gefið fullmikið í þegar verið var að tala um sjö félög. Það var eðlilegt að gera ráð fyrir Promens og Advania. Félögin voru á þeim tíma með þannig samsetningu stórra hluthafa að skráning var líkleg,“ segir Kristján og heldur áfram: „Nú hefur það breyst er varðar Advania. Það var nokkuð óvænt breyting á hluthafahópnum þegar Framtakssjóðurinn seldi forkaupsrétt sinn til sænska félagsins AdvInvest AB sem og þegar viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í félaginu milli þessara aðila, sem tryggði sænska félaginu 51 prósents eignarhlut, að teknu tilliti til boðaðrar hlutafjárhækkunar.“ Stjórn Promens sagði í fréttatilkynningu í nóvember 2013 að stefnt væri að skráningu fyrir lok þessa árs. Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið að því að gera félagið skráningarhæft en að ekki sjái fyrir endann á þeirri vinnu. „Það gengur örugglega eftir en ekki á þessu ári og félagið verður þá ekki einungis skráð á Íslandi. Það verður í besta falli með tvöfalda skráningu. Þeir hafa minna við fjármögnun í íslenskum krónum að gera en erlenda fjármögnun sem gæti nýst við stækkun félagsins á erlendri grundu,“ segir Kristján. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion banka tekur undir með Kristjáni og segist ekki eiga von á fleiri nýskráningum á þessu ári. „Ég held að menn hafi átt von á meira lífi og aðeins öflugri markaði bæði hvað varðar veltu og nýskráningar og ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið lakari en víðast hvar erlendis,“ segir Stefán. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að hann hafi vonað að nýskráningar ársins yrðu fleiri. „Ég myndi ekki beint segja að þetta séu vonbrigði en þetta hefur að einhverju leyti gengið hægar en við áttum von á. Það er svo sem ýmislegt sem getur komið upp á í svona ferli og ég held að við séum í þannig stöðu að það sé sæmilega líflegt framundan þó það sé erfitt að spá um nákvæmar tímasetningar.“ Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Ég get ekki séð að það verði fleiri nýskráningar á árinu og auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar fjöldinn er minni en menn vonuðust eftir,“ segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka, spurður hvort greiningardeild bankans telji að fleiri félög verði skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka sögðu í byrjun ársins að þær teldu líklegt að sex til sjö félög yrðu skráð á markað á árinu. Þau félög sem voru nefnd eru; Reitir, Eik fasteignafélag, Promens, Advania, HB Grandi, Síminn og Sjóvá. Nýskráningar þeirra áttu að stækka hlutabréfamarkaðinn um 35-40 prósent. Nú þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir af árinu hafa einungis tvö þeirra, HB Grandi og Sjóvá, verið skráð í Kauphöllina. „Ég held að menn hafi gefið fullmikið í þegar verið var að tala um sjö félög. Það var eðlilegt að gera ráð fyrir Promens og Advania. Félögin voru á þeim tíma með þannig samsetningu stórra hluthafa að skráning var líkleg,“ segir Kristján og heldur áfram: „Nú hefur það breyst er varðar Advania. Það var nokkuð óvænt breyting á hluthafahópnum þegar Framtakssjóðurinn seldi forkaupsrétt sinn til sænska félagsins AdvInvest AB sem og þegar viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í félaginu milli þessara aðila, sem tryggði sænska félaginu 51 prósents eignarhlut, að teknu tilliti til boðaðrar hlutafjárhækkunar.“ Stjórn Promens sagði í fréttatilkynningu í nóvember 2013 að stefnt væri að skráningu fyrir lok þessa árs. Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að enn sé unnið að því að gera félagið skráningarhæft en að ekki sjái fyrir endann á þeirri vinnu. „Það gengur örugglega eftir en ekki á þessu ári og félagið verður þá ekki einungis skráð á Íslandi. Það verður í besta falli með tvöfalda skráningu. Þeir hafa minna við fjármögnun í íslenskum krónum að gera en erlenda fjármögnun sem gæti nýst við stækkun félagsins á erlendri grundu,“ segir Kristján. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion banka tekur undir með Kristjáni og segist ekki eiga von á fleiri nýskráningum á þessu ári. „Ég held að menn hafi átt von á meira lífi og aðeins öflugri markaði bæði hvað varðar veltu og nýskráningar og ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið lakari en víðast hvar erlendis,“ segir Stefán. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að hann hafi vonað að nýskráningar ársins yrðu fleiri. „Ég myndi ekki beint segja að þetta séu vonbrigði en þetta hefur að einhverju leyti gengið hægar en við áttum von á. Það er svo sem ýmislegt sem getur komið upp á í svona ferli og ég held að við séum í þannig stöðu að það sé sæmilega líflegt framundan þó það sé erfitt að spá um nákvæmar tímasetningar.“
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira