Listasagan, vídeó og gagnvirkt verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2014 10:00 Eitt af verkum Errós. Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar eins og Picasso og Léger á sýningunni Erró og listasagan sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn. Enn fremur er Erró með tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Þannig má segja að hann skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Við þetta tækifæri mun Erró afhenda viðurkenningu og verðlaunafé úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr.Skipbrot úr framtíðinni… Ásdís Sif Gunnarsdóttir vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum. „Þetta eru upptökur úr verki sem ég sýndi í Hafnarhúsinu 2006, á stórri hópsýningu sem hét Pakkhús postulanna,“ útskýrir hún. „Mitt verk á þeirri sýningu var innsetning sem ég vann meðan á sýningunni stóð. Einnig gerði ég af og til upptökur þar inni og það eru þær sem ég er nú að sýna á átta skjáum. Stundum sjást sýningargestirnir labba í gegn, sem er mjög skemmtilegt.“Gestir geta breytt verkinu Verkið Gagnvirkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. Sýningarnar þrjár verða opnaðar klukkan 16 en þar að auki býður Listasafn Reykjavíkur til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 klukkan 14. Það gerir borgarstjórinn að viðstöddum listamanninum. Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar eins og Picasso og Léger á sýningunni Erró og listasagan sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn. Enn fremur er Erró með tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Þannig má segja að hann skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Við þetta tækifæri mun Erró afhenda viðurkenningu og verðlaunafé úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr.Skipbrot úr framtíðinni… Ásdís Sif Gunnarsdóttir vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum. „Þetta eru upptökur úr verki sem ég sýndi í Hafnarhúsinu 2006, á stórri hópsýningu sem hét Pakkhús postulanna,“ útskýrir hún. „Mitt verk á þeirri sýningu var innsetning sem ég vann meðan á sýningunni stóð. Einnig gerði ég af og til upptökur þar inni og það eru þær sem ég er nú að sýna á átta skjáum. Stundum sjást sýningargestirnir labba í gegn, sem er mjög skemmtilegt.“Gestir geta breytt verkinu Verkið Gagnvirkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. Sýningarnar þrjár verða opnaðar klukkan 16 en þar að auki býður Listasafn Reykjavíkur til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 klukkan 14. Það gerir borgarstjórinn að viðstöddum listamanninum.
Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira