Unnið fram á nótt við skuldaleiðréttinguna Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2014 07:00 Hluti starfsmanna Ríkisskattstjóra. „Þetta hefur verið margfalt meira álag heldur en við nokkurn tímann reiknuðum með. Hér hefur fólk unnið fram á nótt í mjög langan tíma og hjá þeim sem unnu mest náði sólarhringurinn alveg saman,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Starfsmenn embættisins vinna nú úr 69 þúsund umsóknum, frá 105 þúsund einstaklingum, sem bárust um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Þeir sjá einnig um úrvinnslu umsókna um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Um 27.500 einstaklingar hafa sótt um þann hluta aðgerða stjórnvalda og enn er tekið við umsóknum. „Verkefnið er flókið og mikið en þetta er stór stofnun og því höfum við getað tekist á við þetta. Gagnvart umsækjandanum á þetta að virka einfalt og þægilegt en á bak við einfaldleikann er gríðarleg vinna,“ segir Skúli. Skoða sex ára gömul framtöl Leiðréttingin er umfangsmikil enda stefnt að lækkun höfuðstóls fasteignalána, sem tekin voru 2008 og 2009, um 80 milljarða króna. Fjölmargir koma að verkefninu og má þar nefna starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og Ríkisskattstjóra. Gert er ráð fyrir að vinnslu umsókna ljúki á nokkrum vikum. Skúli segir starfsfólk embættisins hafa þurft að skoða skattframtöl margra umsækjenda fimm til sex ár aftur í tímann að þeirra beiðni. Margir þeirra hafa á þeim tíma skipt um maka og húsnæði og lán þeirra tekið breytingum þegar fjármálafyrirtæki voru lögð niður og önnur komu í staðinn. „Þarna er verið að vinna með flókin atriði sem ná langt aftur í tímann. Fólk er jafnvel búið að hverfa frá maka sínum og það eru dæmi um tvo til þrjá maka á þessum tíma. Þetta þarf að handvinna allt aftur í tímann sem þýðir að afgreiðsla þessara erinda tekur nokkra klukkutíma. Þessi mál voru samtals um 1.500 talsins og við urðum því að taka fólk úr öðrum verkefnum,“ segir Skúli.Húsnæðið sprungið Um 270 manns starfa hjá Ríkisskattstjóra en um 80 starfsmenn hafa komið að leiðréttingunni með einum eða öðrum hætti og sumir í mjög skamman tíma. „Sá áfangi náðist á miðvikudag að við fækkuðum í hópnum í fyrsta skipti frá því þetta hófst í mars. Hér var mest að gera í síðustu viku og í byrjun þessarar viku þegar við þurftum að leiðrétta framtöl sem ekki voru rétt,“ segir Skúli. Hann segir húsnæði embættisins ekki hafa borið þessi auknu umsvif og því hafi þurft að færa starfsmenn inn í kennslu- og fundarsali. „Þetta á hins vegar að lagast á morgun [í dag] þegar við fáum viðbótarpláss annars staðar í húsinu.“Fá mörg símtöl og tölvupósta Starfsmenn Ríkisskattstjóra sáu um að hanna leidretting.is í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki og sjá um daglegan rekstur síðunnar. Því fylgir að sögn Skúla mikil vinna við að svara fyrirspurnum umsækjenda. „Þegar mest var hringdu á fjórða þúsund manns hingað inn á þremur dögum og það voru 18 starfsmenn sem voru einungis settir í það. Þú getur því ímyndað þér að þá voru menn orðnir vel heitir á eyrunum,“ segir Skúli og heldur áfram:. „Síðan kemur hingað gríðarlegur fjöldi af tölvupóstum og það þarf að vinna úr þeim öllum. Einnig hafa komið upp lögfræðileg álitamál sem hefur þurft að taka á og leysa,“ segir Skúli. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Þetta hefur verið margfalt meira álag heldur en við nokkurn tímann reiknuðum með. Hér hefur fólk unnið fram á nótt í mjög langan tíma og hjá þeim sem unnu mest náði sólarhringurinn alveg saman,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Starfsmenn embættisins vinna nú úr 69 þúsund umsóknum, frá 105 þúsund einstaklingum, sem bárust um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Þeir sjá einnig um úrvinnslu umsókna um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Um 27.500 einstaklingar hafa sótt um þann hluta aðgerða stjórnvalda og enn er tekið við umsóknum. „Verkefnið er flókið og mikið en þetta er stór stofnun og því höfum við getað tekist á við þetta. Gagnvart umsækjandanum á þetta að virka einfalt og þægilegt en á bak við einfaldleikann er gríðarleg vinna,“ segir Skúli. Skoða sex ára gömul framtöl Leiðréttingin er umfangsmikil enda stefnt að lækkun höfuðstóls fasteignalána, sem tekin voru 2008 og 2009, um 80 milljarða króna. Fjölmargir koma að verkefninu og má þar nefna starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og Ríkisskattstjóra. Gert er ráð fyrir að vinnslu umsókna ljúki á nokkrum vikum. Skúli segir starfsfólk embættisins hafa þurft að skoða skattframtöl margra umsækjenda fimm til sex ár aftur í tímann að þeirra beiðni. Margir þeirra hafa á þeim tíma skipt um maka og húsnæði og lán þeirra tekið breytingum þegar fjármálafyrirtæki voru lögð niður og önnur komu í staðinn. „Þarna er verið að vinna með flókin atriði sem ná langt aftur í tímann. Fólk er jafnvel búið að hverfa frá maka sínum og það eru dæmi um tvo til þrjá maka á þessum tíma. Þetta þarf að handvinna allt aftur í tímann sem þýðir að afgreiðsla þessara erinda tekur nokkra klukkutíma. Þessi mál voru samtals um 1.500 talsins og við urðum því að taka fólk úr öðrum verkefnum,“ segir Skúli.Húsnæðið sprungið Um 270 manns starfa hjá Ríkisskattstjóra en um 80 starfsmenn hafa komið að leiðréttingunni með einum eða öðrum hætti og sumir í mjög skamman tíma. „Sá áfangi náðist á miðvikudag að við fækkuðum í hópnum í fyrsta skipti frá því þetta hófst í mars. Hér var mest að gera í síðustu viku og í byrjun þessarar viku þegar við þurftum að leiðrétta framtöl sem ekki voru rétt,“ segir Skúli. Hann segir húsnæði embættisins ekki hafa borið þessi auknu umsvif og því hafi þurft að færa starfsmenn inn í kennslu- og fundarsali. „Þetta á hins vegar að lagast á morgun [í dag] þegar við fáum viðbótarpláss annars staðar í húsinu.“Fá mörg símtöl og tölvupósta Starfsmenn Ríkisskattstjóra sáu um að hanna leidretting.is í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki og sjá um daglegan rekstur síðunnar. Því fylgir að sögn Skúla mikil vinna við að svara fyrirspurnum umsækjenda. „Þegar mest var hringdu á fjórða þúsund manns hingað inn á þremur dögum og það voru 18 starfsmenn sem voru einungis settir í það. Þú getur því ímyndað þér að þá voru menn orðnir vel heitir á eyrunum,“ segir Skúli og heldur áfram:. „Síðan kemur hingað gríðarlegur fjöldi af tölvupóstum og það þarf að vinna úr þeim öllum. Einnig hafa komið upp lögfræðileg álitamál sem hefur þurft að taka á og leysa,“ segir Skúli.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira