Stuðmenn sameina kynslóðirnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. september 2014 11:00 Stuðmenn Raghildur Gísladóttir og Egill Ólafsson í góðu stuði. mynd/daníel „Þetta er algjör tilviljun, pilturinn kom fram í gegnum Borgarleikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileikaríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttursonur Sæma Rokk. „Sæmi Rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleikum,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuðmenn hafa skemmt heilu kynslóðunum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frímann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og þá fer fram Stuðmannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara örfáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30. Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er algjör tilviljun, pilturinn kom fram í gegnum Borgarleikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileikaríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttursonur Sæma Rokk. „Sæmi Rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleikum,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuðmenn hafa skemmt heilu kynslóðunum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frímann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og þá fer fram Stuðmannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara örfáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30.
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira