Kynfærin í kirkjunni Birta Björnsdóttir skrifar 6. september 2014 07:00 Á dögunum fékk æskulýðsprestur í Selfosskirkju þá fínu hugmynd að fá kynfræðing til að ræða við verðandi fermingarbörn. Hluti af fræðslunni var að sýna myndir af íslenskum tippum og píkum og tilgangurinn væntanlega meðal annars að sýna fram á að kynfæri eru jafn ólík og þau eru mörg. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert veganesti fyrir óharðnaða unglinga að kynfæri séu ólík, allir geti verið ánægðir með sitt og óþarfi að keppa við einhverjar staðlaðar ímyndir um hvernig píkur og tippi eigi að líta út. Ekki þótti öllum þetta jafn góð hugmynd, svo vægt sé til orða tekið. Svo slæmt þótti nokkrum sómakærum einstaklingum framtakið að þeir lögðu fram kæru til lögreglunnar. Nú veit ég ekki hvernig þetta eflaust annars ágæta fólk ímyndar sér að kynfræðsla fari fram en erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að fræða ef ekki má ræða, segja frá og sýna. Svo virðist sem kynfræðslu hafi allavega farið fram síðan sú sem þetta ritar var í gagnfræðaskóla. Af tíu ára skólagöngu bekkjarins var einn klukkutími í áttunda bekk helgaður kynfræðslu. Þá voru strákarnir sendir heim og við stelpurnar horfðum á sænska heimildarmynd um blæðingar, mynd sem framleidd var á að giska tuttugu árum áður. Í kjölfarið fylgdi svo örsnöggur og fremur vandræðalegur fyrirlestur um hvað við gætum gert til að koma í veg fyrir að verða barnshafandi. Það var jú alfarið á okkar ábyrgð. Flestir hljóta nú að vera sammála um að meiri umræða en minni á eðlilegum nótum um kynlíf sé af hinu góða og tæplega tilefni til að leita þurfi til lögreglunnar. Sjálfskipaðir siðapostular af þessu tagi eru af sama meiði og ónefndur tónlistarmaður hér í borg sem einnig sá sig knúinn til að leita til lögreglunnar til að forða okkur hinum frá því að sjá tvo karlmenn kyssast á götum úti. Það vill nefnilega oft vera svo að þeir sem trana sér fram sem sérstakir hagsmunagæslumenn blessaðra barnanna reyni að spila út því trompi til þess að ekki glitti í þeirra eigin fordóma og innri flækjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á dögunum fékk æskulýðsprestur í Selfosskirkju þá fínu hugmynd að fá kynfræðing til að ræða við verðandi fermingarbörn. Hluti af fræðslunni var að sýna myndir af íslenskum tippum og píkum og tilgangurinn væntanlega meðal annars að sýna fram á að kynfæri eru jafn ólík og þau eru mörg. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert veganesti fyrir óharðnaða unglinga að kynfæri séu ólík, allir geti verið ánægðir með sitt og óþarfi að keppa við einhverjar staðlaðar ímyndir um hvernig píkur og tippi eigi að líta út. Ekki þótti öllum þetta jafn góð hugmynd, svo vægt sé til orða tekið. Svo slæmt þótti nokkrum sómakærum einstaklingum framtakið að þeir lögðu fram kæru til lögreglunnar. Nú veit ég ekki hvernig þetta eflaust annars ágæta fólk ímyndar sér að kynfræðsla fari fram en erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að fræða ef ekki má ræða, segja frá og sýna. Svo virðist sem kynfræðslu hafi allavega farið fram síðan sú sem þetta ritar var í gagnfræðaskóla. Af tíu ára skólagöngu bekkjarins var einn klukkutími í áttunda bekk helgaður kynfræðslu. Þá voru strákarnir sendir heim og við stelpurnar horfðum á sænska heimildarmynd um blæðingar, mynd sem framleidd var á að giska tuttugu árum áður. Í kjölfarið fylgdi svo örsnöggur og fremur vandræðalegur fyrirlestur um hvað við gætum gert til að koma í veg fyrir að verða barnshafandi. Það var jú alfarið á okkar ábyrgð. Flestir hljóta nú að vera sammála um að meiri umræða en minni á eðlilegum nótum um kynlíf sé af hinu góða og tæplega tilefni til að leita þurfi til lögreglunnar. Sjálfskipaðir siðapostular af þessu tagi eru af sama meiði og ónefndur tónlistarmaður hér í borg sem einnig sá sig knúinn til að leita til lögreglunnar til að forða okkur hinum frá því að sjá tvo karlmenn kyssast á götum úti. Það vill nefnilega oft vera svo að þeir sem trana sér fram sem sérstakir hagsmunagæslumenn blessaðra barnanna reyni að spila út því trompi til þess að ekki glitti í þeirra eigin fordóma og innri flækjur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun