Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Freyr Bjarnason skrifar 9. september 2014 07:00 Þyrluflugmaðurinn Gísli Gíslason frá Norðurflugi sveimar yfir eldgosinu í Holuhrauni. Mynd/Norðurflug Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni. Bárðarbunga Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni.
Bárðarbunga Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira