Íris fékk á sig færri mörk en landsliðsmarkvörðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2014 00:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir. Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira