Tónlist

Fallturn og festival í Vatnsmýrinni

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni.
Ísak Rúnarsson formaður Stúdentaráðs HÍ lofar miklu stuði í Vatnsmýrinni. Mynd/Einkasafn
„Hátíðin hefur alltaf verið að stækka og ég er viss um að hátíðin í ár verður sú flottasta hingað til,“ segir Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs, en í kvöld hefst Októberfest með pompi og prakt á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni.

Hátíðin, sem haldin er af Stúdentaráði HÍ, fer nú fram í ellefta sinn og verður boðið upp á mikla tónleikaveislu.

„Við gerum smá breytingar frá því í fyrra og verðum með tvö stór tjöld í ár í stað þess að hafa eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ísak. Í báðum tjöldunum fara fram tónleikar en í nýja tjaldinu verða plötusnúðar í forgrunni. Alls koma um tuttugu hljómsveitir fram á hátíðinni.

Auk þess að bjóða upp á tónleika verður á staðnum fallturn og talsvert framboð af matvælum. „Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í fallturninn þegar það er komið í gott stuð,“ bætir Ísak við. Hátíðin fer fram í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld. „Við verðum með búningakeppni á föstudagskvöld og það verða veitt verðlaun fyrir flottasta búning karla og kvenna. Einnig verðlaunum við þann aðila sem er með flottustu mottuna.“

Húllumhæið hefst klukkan 20.00 í kvöld í Vatnsmýrinni og er sala á miði.is og við innganginn.

Páll Óskar kemur framMynd/Einkasafn
Fram koma:

Agent Fresco

Mammút

Vök

Kiriyama Family

Ourlives

Emmsjé Gauti

Reykjavíkurdætur

Úlfur Úlfur

Dikta

Jón Jónsson

Ojba Rasta

Hinemoa

Páll Óskar

Steindi

Bent

Friðrik Dór

Amabadama








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.