Meðal fallegra, ljóshærðra kvenna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 11:00 Listamaðurinn Birgir Snæbjörn umkringdur myndröðinni Ljóshærðir tónlistarmenn sem gerð er úr plötuumslögum. Fréttablaðið/GVA „Ég er listamanna latastur við að halda einkasýningar. Síðasta stóra sýningin mín var á Kjarvalsstöðum 2007. Hún hét Ljóshærð ungfrú heimur 1951 – því þá var ég búinn að mála alla vinningshafa Miss World fram að 2007 og gerði allar dömurnar ljóshærðar og bláeygar. Það var þetta ljóskuþema sem ég hef verið fastur í og er enn. Ég er ekkert að losna úr þeim viðjum.“ Þetta segir Birgir Snæbjörn Birgisson glaðlega þar sem hann er að setja upp sýningu sína í Listasafni ASÍ. Mikið rétt. Upp við einn vegginn á efstu hæð halla sér myndir af nýjustu fegurðardrottningu heimsins og á gólfinu liggur myndröð með blondínum. „Ég skráset þetta verk 2011-2014,“ segir Birgir og bendir á blondínurnar á gólfinu. „Ég byrjaði að safna plötuumslögum með ljóshærðum konum fyrir þremur árum og sú myndröð er orðin ansi stór. Það eru komin um 400 umslög. Þegar ég er á ferðalögum reyni ég að fara á markaði og leita þessar plötur uppi þannig að þetta er orðið áráttuverk líka.“ Birgir kveðst maska út allt á umslögunum nema myndirnar af ljóshærðu konunum. Það er gert með ljósum litum sem hann vinnur mikið með. „Ég segi stundum að málverk mín séu meira hvísl en hróp,“ segir hann en bendir á að plötuumslögin séu undantekning því ljósmyndirnar eru flestar í sterkum litum. Birgir viðurkennir að hvaða barn sem er geti málað svona meðfram ljósmynd. „Ég skal bara taka í höndina á því barni og óska því til hamingju,“ segir hann brosandi. „Þrautin þunga er oft ekki að gera hlutinn heldur að koma honum í eitthvert samhengi og fá hann sýndan sem myndlist og viðurkenndan sem slíkan. Það getur verið grýtt leið.“ Pólitíska herbergið Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, prýðir einn vegg. „Júlía var lengi búin að vera í huga mér út af þessari fallegu fléttu sem hún ber,“ segir hann. „Þegar ég byrjaði að mála hana sat hún í fangelsi en nú þegar ég hef lokið við verkin er hún sloppin út og er enn að sækjast eftir valdaembættum. Myndirnar mínar eru þó enginn mælikvarði á sekt hennar eða sakleysi.“ Næst skoðum við stórt málverk af bréfi. Það málaði Birgir eftir handskrifuðu bréfi sem Brigitte Bardot ritaði til stuðnings Marie Le Pen í aðdraganda frönsku forsetakosninganna 2012. Bréfið fangaði huga hans og jók á sköpunarkraftinn eins og enn betur kemur í ljós niðri á næstu hæð. „Segja má að þetta sé pólitíska herbergið,“ segir Birgir og heldur leiðsögn sinni áfram. „Ég var í Berlín í tvo mánuði og ákvað að gera staðbundið verk. Angela Merkel er valdamesta kona heims í dag. Mig langaði í portrett af henni, varð mér úti um undirskrift hennar og ákvað að gera textaverk. Þau hef ég hér á móti myndröð sem ég gerði af Marie Le Pen, út af bréfinu sem er á efri hæðinni.“ Vændiskonur í kjallaranum Þá er það kjallarinn. Þar er eitt bókverk í sýningarkössum og Birgir segir sögu. „Árið 2010 var ég með verk á sýningu í Listasafni Íslands og samtímis nokkur í London. Þetta var stór myndröð sem ég lét heita Fallegu Parísarkonurnar. Það voru textar upp úr gamalli leiðsagnarbók fyrir breska ferðamenn á leið til Parísar og fjölluðu um vændislíf Parísarborgar þess tíma. Bókin var fyrst gefin út 1883 og ég var í mörg ár að velta fyrir mér hvað ég gæti gert við hana áður en ég ákvað að vatnslita textana sem voru nákvæmar lýsingar á útliti, getu og þjónustugleði þessara kvenna, með hverjum þær hefðu verið og hvernig þær hefðu komist til metorða. Þetta voru 108 blöð og ég var meira en ár að puða í þessu. Þegar ég var í tvo mánuði í París 2012 ákvað ég að fara í pílagrímsferð, heimsótti öll heimilisföngin í bókinni og gerði skrásetningarverk sem ég kalla 52 dagar meðal fallegra Parísarkvenna. Ég myndaði húsin og skráði hverja heimsókn. Þessu fylgir svo götukort af París þar sem ég hef merkt inn alla staðina sem ég heimsótti.“ Ég hef orð á að textinn sé daufur og illsýnilegur. „Já," samsinnir listamaðurinn. „Það þarf að rýna svolítið í þetta, eins og í önnur verk mín. Þá eru samskiptin orðin persónulegri og ég segi oft varanlegri því hlutir lifa lengur með fólki ef það hefur eitthvað fyrir þeim.“ Sýningin Ladies Beautiful Ladies verður opnuð í Listasafni ASÍ að Freyjugötu 1 13. september klukkan 15 og verður opin alla daga til 5. október nema mánudaga frá klukkan 13 til 17. Aðgangur er ókeypis. Birgir mun einnig halda sýningu með sama heiti í Helsinki Contemporary galleríinu í Helsinki í lok nóvember. Sýningarstjóri beggja sýninganna er Mika Hannula. Í tilefni af sýningunum gefur Crymogea út bókina Ladies, Beautiful Ladies með verkum eftir Birgi og texta, meðal annars eftir Hannula. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég er listamanna latastur við að halda einkasýningar. Síðasta stóra sýningin mín var á Kjarvalsstöðum 2007. Hún hét Ljóshærð ungfrú heimur 1951 – því þá var ég búinn að mála alla vinningshafa Miss World fram að 2007 og gerði allar dömurnar ljóshærðar og bláeygar. Það var þetta ljóskuþema sem ég hef verið fastur í og er enn. Ég er ekkert að losna úr þeim viðjum.“ Þetta segir Birgir Snæbjörn Birgisson glaðlega þar sem hann er að setja upp sýningu sína í Listasafni ASÍ. Mikið rétt. Upp við einn vegginn á efstu hæð halla sér myndir af nýjustu fegurðardrottningu heimsins og á gólfinu liggur myndröð með blondínum. „Ég skráset þetta verk 2011-2014,“ segir Birgir og bendir á blondínurnar á gólfinu. „Ég byrjaði að safna plötuumslögum með ljóshærðum konum fyrir þremur árum og sú myndröð er orðin ansi stór. Það eru komin um 400 umslög. Þegar ég er á ferðalögum reyni ég að fara á markaði og leita þessar plötur uppi þannig að þetta er orðið áráttuverk líka.“ Birgir kveðst maska út allt á umslögunum nema myndirnar af ljóshærðu konunum. Það er gert með ljósum litum sem hann vinnur mikið með. „Ég segi stundum að málverk mín séu meira hvísl en hróp,“ segir hann en bendir á að plötuumslögin séu undantekning því ljósmyndirnar eru flestar í sterkum litum. Birgir viðurkennir að hvaða barn sem er geti málað svona meðfram ljósmynd. „Ég skal bara taka í höndina á því barni og óska því til hamingju,“ segir hann brosandi. „Þrautin þunga er oft ekki að gera hlutinn heldur að koma honum í eitthvert samhengi og fá hann sýndan sem myndlist og viðurkenndan sem slíkan. Það getur verið grýtt leið.“ Pólitíska herbergið Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, prýðir einn vegg. „Júlía var lengi búin að vera í huga mér út af þessari fallegu fléttu sem hún ber,“ segir hann. „Þegar ég byrjaði að mála hana sat hún í fangelsi en nú þegar ég hef lokið við verkin er hún sloppin út og er enn að sækjast eftir valdaembættum. Myndirnar mínar eru þó enginn mælikvarði á sekt hennar eða sakleysi.“ Næst skoðum við stórt málverk af bréfi. Það málaði Birgir eftir handskrifuðu bréfi sem Brigitte Bardot ritaði til stuðnings Marie Le Pen í aðdraganda frönsku forsetakosninganna 2012. Bréfið fangaði huga hans og jók á sköpunarkraftinn eins og enn betur kemur í ljós niðri á næstu hæð. „Segja má að þetta sé pólitíska herbergið,“ segir Birgir og heldur leiðsögn sinni áfram. „Ég var í Berlín í tvo mánuði og ákvað að gera staðbundið verk. Angela Merkel er valdamesta kona heims í dag. Mig langaði í portrett af henni, varð mér úti um undirskrift hennar og ákvað að gera textaverk. Þau hef ég hér á móti myndröð sem ég gerði af Marie Le Pen, út af bréfinu sem er á efri hæðinni.“ Vændiskonur í kjallaranum Þá er það kjallarinn. Þar er eitt bókverk í sýningarkössum og Birgir segir sögu. „Árið 2010 var ég með verk á sýningu í Listasafni Íslands og samtímis nokkur í London. Þetta var stór myndröð sem ég lét heita Fallegu Parísarkonurnar. Það voru textar upp úr gamalli leiðsagnarbók fyrir breska ferðamenn á leið til Parísar og fjölluðu um vændislíf Parísarborgar þess tíma. Bókin var fyrst gefin út 1883 og ég var í mörg ár að velta fyrir mér hvað ég gæti gert við hana áður en ég ákvað að vatnslita textana sem voru nákvæmar lýsingar á útliti, getu og þjónustugleði þessara kvenna, með hverjum þær hefðu verið og hvernig þær hefðu komist til metorða. Þetta voru 108 blöð og ég var meira en ár að puða í þessu. Þegar ég var í tvo mánuði í París 2012 ákvað ég að fara í pílagrímsferð, heimsótti öll heimilisföngin í bókinni og gerði skrásetningarverk sem ég kalla 52 dagar meðal fallegra Parísarkvenna. Ég myndaði húsin og skráði hverja heimsókn. Þessu fylgir svo götukort af París þar sem ég hef merkt inn alla staðina sem ég heimsótti.“ Ég hef orð á að textinn sé daufur og illsýnilegur. „Já," samsinnir listamaðurinn. „Það þarf að rýna svolítið í þetta, eins og í önnur verk mín. Þá eru samskiptin orðin persónulegri og ég segi oft varanlegri því hlutir lifa lengur með fólki ef það hefur eitthvað fyrir þeim.“ Sýningin Ladies Beautiful Ladies verður opnuð í Listasafni ASÍ að Freyjugötu 1 13. september klukkan 15 og verður opin alla daga til 5. október nema mánudaga frá klukkan 13 til 17. Aðgangur er ókeypis. Birgir mun einnig halda sýningu með sama heiti í Helsinki Contemporary galleríinu í Helsinki í lok nóvember. Sýningarstjóri beggja sýninganna er Mika Hannula. Í tilefni af sýningunum gefur Crymogea út bókina Ladies, Beautiful Ladies með verkum eftir Birgi og texta, meðal annars eftir Hannula.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira