Trommusettið fer fremst á sviðið Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:00 Birgir Jónsson og Kristinn Snær Agnarsson. Vísir/Ernir „Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup) Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup)
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira