Fjölbragðasýning hjá Hymnodiu í Dalabúð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 17:00 Hymnodia ætlar að flytja þjóðlög frá öllum heimshornum, svo sem skoska drykkjuvísu, mexíkóskan baráttusöng og finnskan polka. Mynd/úr einkasafni „Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira