Innlent

Hætta á sprengingum þegar hraunið rennur í Svartá

ingvar haraldsson skrifar
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur segir enn jafn líklegt að gos hefjist í Bárðarbungu.
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur segir enn jafn líklegt að gos hefjist í Bárðarbungu. vísir/auðunn
Fylgjast þarf vel með því þegar hraunstraumurinn nær Svartá að sögn Freysteins Sigmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

„Þegar hraunið kemur þangað þarf að fara yfir stöðuna. Meira grunnvatn er í ánni og því gæti orðið meiri sprengivirkni þar en í Jökulsá á Fjöllum,“ segir Freysteinn. Búast má við því að hraunið ná að bökkum Svartár á næstu dögum.

Um helgina verður hægt að ákvarða út frá GPS mælum hvort sigið í öskjunni undir Bárðarbungu haldi áfram. Enn er talið jafnlíklegt að gos hefjist undir jöklinum í Bárðarbungu. „Það geti orðið hættulegur atburðurhvort sem það er stórt eða lítið gos vegna hættu á jökulhlaupi,“ segir Freysteinn.

Áfram er varað við háum styrk brennisteinstvíildis frá eldgosinu í Holuhrauni á Austfjörðum. Finni íbúar á svæðinu fyrir óþægindum eru þeir beðnir að halda sig innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×