Söngvari einn góðan veðurdag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2014 10:30 "Hægt og rólega er ég að minnka þessa vinnu úti. Bæði er að koma yngra fólk inn og svo er mig farið að langa að vera meira heima. Ásgerður hefur verið eins og sjómannskona sem á mann í siglingum. Sá að mestu um uppeldi sonanna tveggja sem nú eru uppkomnir,“ segir Kristinn. Fréttablaðið/GVA Kristinn Sigmundsson æfir nú eitt magnaðasta bassahlutverk tónbókmenntanna í Hörpu í óperunni Don Carlo. Hann er reyndar að koma úr kennslu í Listaháskólanum þegar blaðamaður hittir hann en gefur sér tíma í viðtal áður en æfing hefst. Söngferill Kristins spannar yfir þrjátíu ár og enn þeytist hann milli heimsálfa og syngur í virtustu óperuhúsum veraldar. „Það er óralangt síðan ég hef tekið þátt í æfingaferli með Íslensku óperunni, líklega ekki síðan 1989 í brúðkaupi Fígarós,“ segir hann. „Síðan hef ég sungið sem gestur í tveimur sýningum, Rigoletto á Listahátíð 1992 og Rakaranum í Sevilla 2002. Það eru sem sagt 12 ár frá því Kristinn söng síðast í óperu hér. Nú er hann í hlutverki Philippusar konungs, föður Don Carlosar, sem óperan heitir eftir, og er valdamikill. „Þetta er söguleg ópera og óskaplega dramatísk,“ segir Kristinn.Vodnik í óperunni Rúsalka í Metropólítanóperan 2009„Philippus II var aðalmaðurinn í heiminum á sextándu öld, hann átti lönd um allan heim og var í eilífum erjum. Það fléttast svo margt inn í söguna. Þetta er Spánn á tímum rannsóknarréttarins, saga um átök hjóna, átök föður og sonar og það eru líka átök milli kóngsins og kirkjuvaldsins. Drottningin var áður heitbundin Don Carlo, syni konungsins, sem ber enn heitar tilfinningar til hennar og kónginn grunar að þau eigi í ástarsambandi. Svo þetta er samansúrrað og flott drama og sagan safarík auk þess sem músíkin er algerlega stórkostleg. Það er líka góður hópur sem er að vinna hér saman.“Il commendatore í Don giovanni eftir Mozart San Francisco óperan 2006Guðmundur Jóns góður kennari Kristinn hefur sungið þrjú hlutverk í Don Carlo áður, þar á meðal hlutverk Philippusar konungs. En skyldi hann hafa tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur þurft að lifa sig inn í um ævina? „Nei, en ég giska á að þau séu 60 til 70. Ég hef líka lengi verið að. Átti 30 ára sviðsafmæli í hittifyrra.“ Hann kveðst hafa byrjað að læra söng hjá Guðmundi Jónssyni óperusöngvara. „Guðmundur var svakalega góður kennari og hafði mikil áhrif á mig. Mér finnst alltaf eins og hann hafi kennt mér að minnsta kosti 80 til 85% af því sem ég kann. Svo fór ég til Vínarborgar og lærði hjá konu sem heitir Helene Karusso og síðasti kennari minn var John Bullock í Bandaríkjunum. Ég var heppinn með kennara og líka hvaða röð var á þeim.“Sparafucile í Rigoletto eftir Verdi, San Francisco óperan 2005Kristinn lærði líffræði í háskólanum og kveðst hafa orðið söngvari smátt og smátt, án þess að ákveða það beint. „Einn góðan veðurdag var ég bara orðinn söngvari,“ segir hann. „Var mikið í kórum og söng sóló í þeim og fór svo til Guðmundar og þannig vatt þetta upp á sig.“ Fyrsta óperuhlutverkið var í Sígaunabaróninum 1982. „Eftir það fór ég til Vínar, kom svo heim, var í fleiri óperusýningum, söng við jarðarfarir og kenndi og fór svo til Bandaríkjanna í frekara nám,“ rifjar hann upp.Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu, Metrópólitanóperan 2008Óspennandi líf í augum margra Þótt Kristinn hafi búið á Íslandi að nafninu til frá árinu 1994 hefur megnið af vinnu hans farið fram erlendis. „Þetta er fyrsta haustið sem ég er heima í 20 til 30 ár,“ segir hann og maður hugsar ósjálfrátt til eiginkonu hans, Ásgerðar Þórisdóttur hjúkrunarfræðings. Svo næsta spurning er: Hvernig gengur svona hjónaband upp? „Það gengur ágætlega. Við Ásgerður giftum okkur 1973 og höfum átt farsælt hjónaband. Hún kemur oft og heimsækir mig ef ég er úti lengur en hálfan mánuð og svo reyni ég að vera alltaf heima á sumrin. Hægt og rólega er ég svo að minnka þessa vinnu úti, mig er farið að langa að vera meira heima. Ásgerður hefur verið eins og sjómannskona sem á mann í siglingum. Sá mikið um uppeldi sonanna tveggja sem nú eru uppkomnir.“ Spurningu um hvort villtar meyjar í erlendum borgum reyni að tæla myndarlega söngvara svarar hann rólega. „Menn geta auðvitað komið sér í klandur ef þeir vilja en glamúrlífið kringum óperur er miklu minna en fólk heldur. Að minnsta kosti hjá mér. Ég lifi mjög óspennandi lífi í augum margra. Þetta er hörð vinna sem gerir kröfur til fullrar einbeitingar. Ég fer hægt og rólega að geta sagt að ferillinn sé búinn að vera langur og farsæll og ég þakka það vinnusemi númer eitt, tvö og þrjú.“ Kristinn kveðst yfirleitt hafa íbúð og bíl þar sem hann dvelur hverju sinni. En hvernig ver hann tómstundum sínum? „Ég tek mikið af myndum og leik mér með þær í tölvunni. Svo er ég forfallinn fluguveiðimaður og á veturna hnýti ég flugur. Hlusta líka á tónlist og þá ekkert endilega óperutónlist, heldur sinfóníska tónlist og líka djass.“Gurnemanz í Parsefal eftir Wagner (Með Placido Domingo sem Parsífal) í óperunni í Barcelona 2005.Dálítið dreifður Mest kveðst Kristinn starfa í Bandaríkjunum. „Ég er reyndar dálítið dreifður. Ef ég tek bara síðasta ár þá var ég í Tókýó fyrst, svo í Strassbourg í Frakklandi, í Peking var ég líka og í Toulouse í Frakklandi. Síðan var ég í San Francisco í fyrrahaust og á þessu ári aftur í Frakklandi, Houston í Texas, og síðast í Chicago. Svo fer ég héðan eftir áramót til Los Angeles og verð þar fram á vor.“ Greinilega nóg að gera hjá stórsöngvaranum og gráa hárið spillir síður en svo fyrir, að hans sögn. En ef hann væri gráhærð kona, gengi það upp í óperunni? Hann viðurkennir að hafa ekki séð þær margar. „Þetta er miklu erfiðari bransi fyrir konur en karla. Færri hlutverk fyrir eldri dömur og svo endast þær ekki eins lengi í þessu, raddlega. Bassasöngröddin er svo nálægt talröddinni að hún helst lengst en að syngja tenór er eins og hástökk eða spretthlaup,“ útskýrir Kristinn og telur sig standa vel raddlega séð. „Ég má bara ekki syngja ef ég er þreyttur og eftir því sem ég eldist er ég aðeins lengur að læra hlutverkin. Það er það eina.“Daland skipstjóri í Hollendingnum Fljúgandi San Francisco 2013Mynd/Úr einkasafniEn getur hann valið sjálfur það sem hann syngur? „Já, óperustjórar og agentar sem ég vinn með vita nákvæmlega hvað passar mér og velja mig í hlutverk sem henta. Ef þeir gerðu það ekki þá liðu allir fyrir það, ekki bara ég heldur líka sýningin og húsið.“ Kristinn hefur frábæran frásagnarmáta og er í lokin rukkaður um skemmtisögu úr óperunni. „Það er oft voða gaman í óperunni en ég man enga virkilega fyndna sögu, bara einhver smáatvik,“ segir hann afsakandi. „Ég man eftir sýningu á Rakaranum í Sevilla í Gamla bíói. Þetta er farsi og stundum var svo mikið hlegið í salnum að það smitaðist upp á svið. Karvel Pálmason þingmaður var einu sinni meðal áhorfenda og hló svo smitandi hlátri að þegar við vorum ekki að syngja snerum við okkur við í hláturskasti og lékum helminginn af senunni með bakhlutann í áhorfendur.“ Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kristinn Sigmundsson æfir nú eitt magnaðasta bassahlutverk tónbókmenntanna í Hörpu í óperunni Don Carlo. Hann er reyndar að koma úr kennslu í Listaháskólanum þegar blaðamaður hittir hann en gefur sér tíma í viðtal áður en æfing hefst. Söngferill Kristins spannar yfir þrjátíu ár og enn þeytist hann milli heimsálfa og syngur í virtustu óperuhúsum veraldar. „Það er óralangt síðan ég hef tekið þátt í æfingaferli með Íslensku óperunni, líklega ekki síðan 1989 í brúðkaupi Fígarós,“ segir hann. „Síðan hef ég sungið sem gestur í tveimur sýningum, Rigoletto á Listahátíð 1992 og Rakaranum í Sevilla 2002. Það eru sem sagt 12 ár frá því Kristinn söng síðast í óperu hér. Nú er hann í hlutverki Philippusar konungs, föður Don Carlosar, sem óperan heitir eftir, og er valdamikill. „Þetta er söguleg ópera og óskaplega dramatísk,“ segir Kristinn.Vodnik í óperunni Rúsalka í Metropólítanóperan 2009„Philippus II var aðalmaðurinn í heiminum á sextándu öld, hann átti lönd um allan heim og var í eilífum erjum. Það fléttast svo margt inn í söguna. Þetta er Spánn á tímum rannsóknarréttarins, saga um átök hjóna, átök föður og sonar og það eru líka átök milli kóngsins og kirkjuvaldsins. Drottningin var áður heitbundin Don Carlo, syni konungsins, sem ber enn heitar tilfinningar til hennar og kónginn grunar að þau eigi í ástarsambandi. Svo þetta er samansúrrað og flott drama og sagan safarík auk þess sem músíkin er algerlega stórkostleg. Það er líka góður hópur sem er að vinna hér saman.“Il commendatore í Don giovanni eftir Mozart San Francisco óperan 2006Guðmundur Jóns góður kennari Kristinn hefur sungið þrjú hlutverk í Don Carlo áður, þar á meðal hlutverk Philippusar konungs. En skyldi hann hafa tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur þurft að lifa sig inn í um ævina? „Nei, en ég giska á að þau séu 60 til 70. Ég hef líka lengi verið að. Átti 30 ára sviðsafmæli í hittifyrra.“ Hann kveðst hafa byrjað að læra söng hjá Guðmundi Jónssyni óperusöngvara. „Guðmundur var svakalega góður kennari og hafði mikil áhrif á mig. Mér finnst alltaf eins og hann hafi kennt mér að minnsta kosti 80 til 85% af því sem ég kann. Svo fór ég til Vínarborgar og lærði hjá konu sem heitir Helene Karusso og síðasti kennari minn var John Bullock í Bandaríkjunum. Ég var heppinn með kennara og líka hvaða röð var á þeim.“Sparafucile í Rigoletto eftir Verdi, San Francisco óperan 2005Kristinn lærði líffræði í háskólanum og kveðst hafa orðið söngvari smátt og smátt, án þess að ákveða það beint. „Einn góðan veðurdag var ég bara orðinn söngvari,“ segir hann. „Var mikið í kórum og söng sóló í þeim og fór svo til Guðmundar og þannig vatt þetta upp á sig.“ Fyrsta óperuhlutverkið var í Sígaunabaróninum 1982. „Eftir það fór ég til Vínar, kom svo heim, var í fleiri óperusýningum, söng við jarðarfarir og kenndi og fór svo til Bandaríkjanna í frekara nám,“ rifjar hann upp.Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu, Metrópólitanóperan 2008Óspennandi líf í augum margra Þótt Kristinn hafi búið á Íslandi að nafninu til frá árinu 1994 hefur megnið af vinnu hans farið fram erlendis. „Þetta er fyrsta haustið sem ég er heima í 20 til 30 ár,“ segir hann og maður hugsar ósjálfrátt til eiginkonu hans, Ásgerðar Þórisdóttur hjúkrunarfræðings. Svo næsta spurning er: Hvernig gengur svona hjónaband upp? „Það gengur ágætlega. Við Ásgerður giftum okkur 1973 og höfum átt farsælt hjónaband. Hún kemur oft og heimsækir mig ef ég er úti lengur en hálfan mánuð og svo reyni ég að vera alltaf heima á sumrin. Hægt og rólega er ég svo að minnka þessa vinnu úti, mig er farið að langa að vera meira heima. Ásgerður hefur verið eins og sjómannskona sem á mann í siglingum. Sá mikið um uppeldi sonanna tveggja sem nú eru uppkomnir.“ Spurningu um hvort villtar meyjar í erlendum borgum reyni að tæla myndarlega söngvara svarar hann rólega. „Menn geta auðvitað komið sér í klandur ef þeir vilja en glamúrlífið kringum óperur er miklu minna en fólk heldur. Að minnsta kosti hjá mér. Ég lifi mjög óspennandi lífi í augum margra. Þetta er hörð vinna sem gerir kröfur til fullrar einbeitingar. Ég fer hægt og rólega að geta sagt að ferillinn sé búinn að vera langur og farsæll og ég þakka það vinnusemi númer eitt, tvö og þrjú.“ Kristinn kveðst yfirleitt hafa íbúð og bíl þar sem hann dvelur hverju sinni. En hvernig ver hann tómstundum sínum? „Ég tek mikið af myndum og leik mér með þær í tölvunni. Svo er ég forfallinn fluguveiðimaður og á veturna hnýti ég flugur. Hlusta líka á tónlist og þá ekkert endilega óperutónlist, heldur sinfóníska tónlist og líka djass.“Gurnemanz í Parsefal eftir Wagner (Með Placido Domingo sem Parsífal) í óperunni í Barcelona 2005.Dálítið dreifður Mest kveðst Kristinn starfa í Bandaríkjunum. „Ég er reyndar dálítið dreifður. Ef ég tek bara síðasta ár þá var ég í Tókýó fyrst, svo í Strassbourg í Frakklandi, í Peking var ég líka og í Toulouse í Frakklandi. Síðan var ég í San Francisco í fyrrahaust og á þessu ári aftur í Frakklandi, Houston í Texas, og síðast í Chicago. Svo fer ég héðan eftir áramót til Los Angeles og verð þar fram á vor.“ Greinilega nóg að gera hjá stórsöngvaranum og gráa hárið spillir síður en svo fyrir, að hans sögn. En ef hann væri gráhærð kona, gengi það upp í óperunni? Hann viðurkennir að hafa ekki séð þær margar. „Þetta er miklu erfiðari bransi fyrir konur en karla. Færri hlutverk fyrir eldri dömur og svo endast þær ekki eins lengi í þessu, raddlega. Bassasöngröddin er svo nálægt talröddinni að hún helst lengst en að syngja tenór er eins og hástökk eða spretthlaup,“ útskýrir Kristinn og telur sig standa vel raddlega séð. „Ég má bara ekki syngja ef ég er þreyttur og eftir því sem ég eldist er ég aðeins lengur að læra hlutverkin. Það er það eina.“Daland skipstjóri í Hollendingnum Fljúgandi San Francisco 2013Mynd/Úr einkasafniEn getur hann valið sjálfur það sem hann syngur? „Já, óperustjórar og agentar sem ég vinn með vita nákvæmlega hvað passar mér og velja mig í hlutverk sem henta. Ef þeir gerðu það ekki þá liðu allir fyrir það, ekki bara ég heldur líka sýningin og húsið.“ Kristinn hefur frábæran frásagnarmáta og er í lokin rukkaður um skemmtisögu úr óperunni. „Það er oft voða gaman í óperunni en ég man enga virkilega fyndna sögu, bara einhver smáatvik,“ segir hann afsakandi. „Ég man eftir sýningu á Rakaranum í Sevilla í Gamla bíói. Þetta er farsi og stundum var svo mikið hlegið í salnum að það smitaðist upp á svið. Karvel Pálmason þingmaður var einu sinni meðal áhorfenda og hló svo smitandi hlátri að þegar við vorum ekki að syngja snerum við okkur við í hláturskasti og lékum helminginn af senunni með bakhlutann í áhorfendur.“
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira